laugardagur, október 02, 2004

Hósei.....
Hver er (J)hosei
Nýji vinur okkar er jú eins og þið sjáið á myndunum skjaldbaka.
Hann er mjög hress og skemmtilegur. Tala nú ekki um þegar kemur að því að róta í búrinu. Hann er ekki mjög hrifinn af því að maður sé að ónáða hann óþarflega mikið.
Hann virðist hafa rógast mjög við að fá Frikkx frænda í heimsókn áðan því hann er búinn að sofa á klettinum sínum síðan þau fóru.
Hann borðar aðalega þurkaðar litla lirfur en reynir samt að borða allt sem er á vegi hans t.d hef ég smá áhyggjur af þvi að hann stíflist fljótlega því ég sá hann vera að gomma í sig grjóti í gær og svo réðst hann á gerfi plöntuna þar næst.

Planað er að kaupa eina yngismey fyrir Hósei fljótlega svo hann verði ekki einmanna.

Hósei á hátindi lífssíns. þarna skríður hann upp til að ná sér í orku. Posted by Hello


Hósei að slappa af í nýju umhverfi Posted by Hello

Engin ummæli: