mánudagur, ágúst 23, 2004

godan daginn allir sem einn. hedan fra paris er bara allt gott ad fretta. buid ad afgreida margt og margt hefur verid skoda. luvre safnid, effel turninn, sigurboginn, sagre cure, og margt fleira. nu er ferdinni heitid i montmarte hverfid tar sem sagre cure er, en tar er vist voda fint. svo a ad fara eina ferd i parisarhjolinu stora sem er vid luvre safnid.
i gaer forum vid i romantiska siglingu nidur signu, akvadum ad fara ekki ad radi fridgeris nokkurs og fengum okkur bara hellings oskop af mat, tvilik snilld ad eg held. en eg atti vid tad leidinlega vandamal ad strida ad vera half hvfadur og tar af leidandi fann eg ekki mikid bragd. en tad rann vel nidur veit eg. erum a tessu fina hoteli sem er bara stuttan stol fra notre dame kirkjunni. vedrid hefur verid agaett en to rignir stundum, en i dag er tad fint.
jaeja held eg reyni ad fara og ath postinn minn, en tessi talfa vill ekki leifa mer ad gera neitt annad en ad blogga.

bonjuere.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Hann er á lífi kallinn.

úff, e-ð sló mig í hausinn og ég ákvað bara að blogga svona í tilefni að því að ég hef ekki gert það í ár og daga. spurning samt hvort að fólk sé ekki bara búið að troða nýjan stíg framhjá hinu stóra vefhýsi EB. þar sem áður lá vel troðinn og vel hirtur stígur er nú þúfutað og íllgresi. Þar sem ég er nú álitinn með græna fingur þá finnst mér tími til kominn að taka til í bakgarðinum og þarf ég á hjálp ykkar að halda við það.
Annars er ég nú svosem ekki með svo græna fingur, allavega miðað við blómin mín hér í höllinni, þá á ég aðalega við 2 aðal blómin. en eitt er svona grænt (var) og var það orðið e-ð slappt og alveg sama hvað ég gerði, því hrörnaði bara með hverjum deginum. en þá tók ég mig til og klippti það niður. þannig að núna er það hálf snoðað, en þau fáu blöð sem eftir eru þó græn.
hitt sem er öllu betra hinsvegar blómstar og blómstar og er dísa orðin frekar hrædd við það, segir að þetta sé e-ð svona hryllingsbúðardæmi þetta blóm. Það tegir anga sína alltaf nær henni í sófanum og vill hún bara henda því.
En nóg af bulli um blóm. Þessa dagana hlusta ég mikið á Avril, nýji diskurinn er hreyn snilld, en diskinn er hægt að fá í El Court Inglés.
Hitinn hér er alveg við það að gera út af við mann. en besta líkamsræktin sem ég fæ þessa daga er skúringar, en það liggur við að ég þurfi ekki að bleyta tuskuna sökum þess að það lekur svo mikill sviti af mér jafn óðum að það er nóg til að halda henni blautri, tuskunni sko.

Frá Máritaniu er það að frétta að sumarið er gott þar í ár. Fékk ég heimboð frá inspectornum mínum, sem er jú mári, en ég afþakkaði það pent. en hann býr nokkuð vel, í húsi sem hann keypti á 3000 $ . nokkur herbergi og nokkrar geitur. Kakkalakkarnir fylgdu frítt með.

Hús fullt af vodka.
þeir eru nú meiri kallarnir þessir rússar.

Jæja ég er farinn til Parísar, sjáumst síðar.

prívét.