mánudagur, ágúst 06, 2007

Nouadhibou


Can someone guess what this is :)
Originally uploaded by Gussi Jóns

Varð að ljúka viðburðarlitlu Afríkubloggi með þessari glæsulegu mynd sem flickrfriend Gussi tók nýlega af nýsökknu skipi hér í Nouadhibou "Navigator" heitir það!
Annars er ég að taka flug í fyrramálið. Það er verið að gera við flugbrautina þannig að aðeins er flogið litlum rellum? Æ maður verður að vera bjartsýnn.
Verð væntanlega í ærandi verslunarleiðangri eftir kl 15 á morgun.
Að lokum kominn í faðm fjölskyldunnar 00:30 aðfaranótt fimmtudags eftir 1768 klst aðskilnað sem er langur tími í lífi lítils drengs sem hefur lifað aðeins í 7800 klst eða tæp 23% af ævi hans. Spenningur og svefnleysi er farið að gera vart við sig.