föstudagur, október 15, 2004

Einar á vettvangi Glæpsins

Á þriðjudaginn síðasta sátum við hjúin í tölvunni um kl 02:00 að nóttu til þegar allt í einu heyrast þessi líka svakalegu brothljóð fram á gangi. Við jú ákváðum að fara fram á gang og ath málið. Næturhrafninn við hliðiná okkur kom líka og horfðum við saman niður á 1. hæð þar sem var nú líklegast að hljóðin hafi komið frá.
Eftir dágóða stund ákváðum við bara að fara inn, þar sem við sáum nú ekki mikið líf þarna niðri, og læsa vel að okkur ef skildi vera óvættur í húsinu.
Daginn eftir þegar ljós var farið að lýsa upp stigaganginn ákvað ég að fara og kanna málið og sá þá hvar einn gluggi hafði brotnað hjá lækninum á neðstuhæð. þó ekki hægt að komast að honum nema innanfrá. Taldi ég strax að hann hlyti að hafa fokið upp hjá honum þar sem nokkur gola var.
Svo þegar við vorum að taka liftuna upp áðan með vinkonu okkar fyrir neðan sagði hún okkur það að á umrætt þriðjudagskvöld hafi verið brotist inn til dr unlucky og vildi hún að við snérum 2 hringi þegar við læsum að okkur á kvöldin sem og að íta vel á útidyrahurðina þegar við komum heim, svo hún lokist örugglega.

Fórum í gær að kveðja Lo-Fi fólkið. hjálpuðum þeim að klára úr ískápnum. Svo kom stóra stundin þegar átti nú að setja hljómsveitina ofan í kassann. allavega ég hef aldrei séð mann standa ofan á tölfu áður!!
vonum að Lo-Fi seti inn myndir af því, nóg var tekið og helgið.

Engin ummæli: