miðvikudagur, október 20, 2004

Svei mér þá ef Barcelona skynjar ekki bara að það eru að koma íslendingar á morgun.
Ég rétt skrapp út í banka og viti menn, það kostaði stóra svitabletti í bolinn undir hendurnar og rönd niður bakið.... úff.
Ég tek til baka það sem ég sagði með að sumarið væri búið. Í dag er 26°C og var nú ætlunin að koma við hjá lo-fi eftir bankann en ég einfaldlega varð að komast aðeins í svalann í íbúðinni og kæla mig niður.
Svo held ég bara áfram brýst inn til lo-fi og stel það ýmsu, spurning hvort ég komi við í dýrabúðinni og finni turtlu handa jose, hann var e-ð að kvarta í gærkveldi þegar hann horfði á eftir okkur Dísu inní herbergi.
Já svo ég haldi nú áfram með þessa ísl.komu þá er bróðir minn ásamt kærustu og Pétri Jóhanni Sigfússyni að koma á morgun í helgarferð. Stefnt er að sýna þeim höllina, njóta góðs matar með þeim, spurning með La Polp sem er staður í húsinu okkar sem er alger snilld, svaka flottur og hægt að fá for-, aðal- og eftirrétt með víni fyrir um 2000 ísl kr. geri aðrir betur. Hver veit nema við förum svo ekki með þeim í Port Aventura garðinn aftur og ég nái í annað ljón. Ég kannski vel frekar e-ð annað núna t.d. 5 m langan snák þar sem ég er nú svo ægilega góður í hringjakasti. Hef samt ekki hitt hring á fingur Dísar enn.
jæja ég er farinn að ná mér í lit.
Sumar og baráttu kveðjur til ísl.

Engin ummæli: