Blessuð sé mynning hennar!
En hún María mín er látin, það er mynd af henni hér
En hún lést úr lungnabólgu ekki als fyrir löngu, sökum þess sennilega að kyndingin var í ólagi.
Jose hefur það fínt í dag, ánægður að vera búinn að fá pabba heim af sjónum til að þrífa búrið sitt.
Fór í dag og keypti sjálfvirkan matskammtara fyrir hann svo hann hafi nóg að éta meðan við hjú erum í London (ísl-köben líka) þannig að það er allt hið besta mál.
Held ég hafi náð mér í vott af matareytrun í Máritaniu á mánudag, en eftir að hafa þrumað uppí fjöru í gúmmíbát var ég borinn á hestbaki yfir ströndina uppá stein svo ég skemmdi ekki leðurskóna mína.. og svo Klifraði ég upp klettasilluna (sem by the way var full af áhorfendum) með ferðatöskuna mína.
Því næst var tekinn leigubíll sem var nú samt upptekinn en ég og einhver máravinur minn fórum samt um borð og fylgdum bara þeim sem var í bílnum með heim til hans og því næst lá leiðin á Hótelið, sem ég býst við að sé í eigu forsetans því veggir voru bólstraðir með myndum af honum.
Var ég nú ansi svankur eftir þetta ferðalag og stóðst ekki freistinguna að fá mér salat og kjúkling. Salatið var nú ágætis majones sull en kjúklingurinn var nú e-ð dúbíus.. veit ekki alveg hvaða partur af hænunni þetta var.. en það var mikið af auka dóti með sem voru ekki bein.
Og hef ég haft væga magakveisu eftir að heim var komið.
Annars er maður nú bara að gera klárt fyrir morgun daginn sem er nú stór..
25 ára afmæli og 2 ára blogg afmæli.
Verður haldið til London um hádegis bilið.
Hér set ég svo inn nokkrar myndir af heimahögunum.
fimmtudagur, mars 17, 2005
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Ég verð nú að segja að það var eins gott að ég tók hitaramálin í mínar hendur...
Jú... því maður kom jú þarna fyrir tæpum 2 vikum og horfði á apparatið og skrfaði niður voða fína pöntun á blað fyrir þetta stk. sem átti að vanta og sagði að hann kæmi daginn eftir eða þarnæsta og svo skrifaði hann URGENT á blaðið.. og viti menn.. eina sem hefur komið hingað frá Gas Natural síðan það gerðist er reikningur uppá 140 evrur.
Það eina sem heldur mannig rólegum í þessum efnum er það að við höfum ekki fengið gas reikning frá þeim síðan í janúar 2004, en samt erum við til í tölvukerfinu hjá þeim og alles. Ég var samt að spá hvort að það hafi kosta þetta mikið að fá HR. Krulla til koma og blaðra í síman til London?
I Rest my case.
Jú... því maður kom jú þarna fyrir tæpum 2 vikum og horfði á apparatið og skrfaði niður voða fína pöntun á blað fyrir þetta stk. sem átti að vanta og sagði að hann kæmi daginn eftir eða þarnæsta og svo skrifaði hann URGENT á blaðið.. og viti menn.. eina sem hefur komið hingað frá Gas Natural síðan það gerðist er reikningur uppá 140 evrur.
Það eina sem heldur mannig rólegum í þessum efnum er það að við höfum ekki fengið gas reikning frá þeim síðan í janúar 2004, en samt erum við til í tölvukerfinu hjá þeim og alles. Ég var samt að spá hvort að það hafi kosta þetta mikið að fá HR. Krulla til koma og blaðra í síman til London?
I Rest my case.
mánudagur, janúar 17, 2005
Smá fréttir af litlu félögunum. Á myndunum má aðeins sjá Maríu, Jose vildi ekki mynd, þar sem hann var svo ný vaknaður.. Hér eru Gísli, Eiríkur, Helgi og Óskar og Þess má geta að þeir félagar voru settir ofaní búrið í því tilefni að metta þau bökuhjú, en nei nei, þeir braggast vel og hef ég þurft að fara og kaupa fiskafóður í staðin til að halda í þeim lífi.
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Tilkynning
Sökum þess að ungur drengur, uppalinn að hlutatil í Reykjavík en annars Akureyri, mun hafa vaxið og dafnað í aldarfjórðung þann 18 Mars næstkomandi mun hann gera sér glaðan dag í London og allir eru velkomnir til að gleðja hann með nærveru sinni.
Hann mun sennilega halda mikið til í Moreland götunni nýju, en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.
Sökum þess að ungur drengur, uppalinn að hlutatil í Reykjavík en annars Akureyri, mun hafa vaxið og dafnað í aldarfjórðung þann 18 Mars næstkomandi mun hann gera sér glaðan dag í London og allir eru velkomnir til að gleðja hann með nærveru sinni.
Hann mun sennilega halda mikið til í Moreland götunni nýju, en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.
Ekki er nú öll vitleysan eins!!!!!
Jú jú með látum tókst að fá einn Monkeyboy til að koma og kíkja á hitarann okkar...
Viti menn hann stóð fyrir framan apparatið og bullaði einhverja tóma vitleysu sem endaði með því að hin bjargarlausu konungshjón gripu á það ráð að hringja til Súsönu í London til að ræða við manninn í síma.
Ekki var annað að heyra en að mikið hafi legið á Súsönu hjarta því maðurinn kom varla upp orði...
Allavega þá ræddu þau saman vel sem endaði með því að hann sagði henni að maðurinn sem hafði komið áður (fyrir löngu) hafi greynilega tekið þetta stk. sem vantaði og hann gæti ekkert gert fyrr en eftir 2 daga... ég sagði "Jesús".
Nú var mér nóg boðið og réðst ég á hitarann með látum og reif hlífina sem er utan um draslið af og skoðaði þetta eins og sönnum viðgerðamanni sæmir að gera þegar e-ð virkar ekki... ekki bara blaðra í síma og horfa á hlífina sem hylur viðfangsefnið..
en viti menn: jú ég þrýsti þar á hnapp sem átti að vera brendur eða horfinn ef ég skildi manninn rétt og jú viti menn.... VERÐI ELDUR.
Kominn á hlýrabolinn og farinn að skúra uppúr heitu vatni og meir að segja baða mig uppúr heitu vatni... jú og vaska upp úr heitu vatni og hita ofnana mína með heitu vatni. Verst þykir mér að hafa ekki gert þetta fyrir 5 dögum síðan.
Jú jú með látum tókst að fá einn Monkeyboy til að koma og kíkja á hitarann okkar...
Viti menn hann stóð fyrir framan apparatið og bullaði einhverja tóma vitleysu sem endaði með því að hin bjargarlausu konungshjón gripu á það ráð að hringja til Súsönu í London til að ræða við manninn í síma.
Ekki var annað að heyra en að mikið hafi legið á Súsönu hjarta því maðurinn kom varla upp orði...
Allavega þá ræddu þau saman vel sem endaði með því að hann sagði henni að maðurinn sem hafði komið áður (fyrir löngu) hafi greynilega tekið þetta stk. sem vantaði og hann gæti ekkert gert fyrr en eftir 2 daga... ég sagði "Jesús".
Nú var mér nóg boðið og réðst ég á hitarann með látum og reif hlífina sem er utan um draslið af og skoðaði þetta eins og sönnum viðgerðamanni sæmir að gera þegar e-ð virkar ekki... ekki bara blaðra í síma og horfa á hlífina sem hylur viðfangsefnið..
en viti menn: jú ég þrýsti þar á hnapp sem átti að vera brendur eða horfinn ef ég skildi manninn rétt og jú viti menn.... VERÐI ELDUR.
Kominn á hlýrabolinn og farinn að skúra uppúr heitu vatni og meir að segja baða mig uppúr heitu vatni... jú og vaska upp úr heitu vatni og hita ofnana mína með heitu vatni. Verst þykir mér að hafa ekki gert þetta fyrir 5 dögum síðan.
mánudagur, janúar 10, 2005
Jæja jæja!!!!!
Þá er loksins (aðeins seinna en hjá flestum) lífið komið í sínar föstu skorður eftir jólin. Áttum við hjú mjög svo ánægjulegar stundir í Spildervika í norður noregi þar sem Steinar og Mari stjönuðu við okkur ungafólkið eins og við værum kóngafólk frá spáni. Bestu þakkir Steinar og Mari, og jú puskelurfa. Ólíkt því sem maður bjóst við þá vorum við nokkuð active í skemmtanalífunu í smallwill, sökum þess að ungur drengur að nafni Anders gaf sér tíma til að kynnast okkur og draga okkur í hin og þessi partýin og nokkuð sem ég hélt ég myndi aldrei gera, Quiz nightout í Neverdal.
Nú hinsvegar er Dísa komin í vinnuna og ég einn heima með Jose og Maríu. Það leyndi sér ekki ánægjusvipurinn á þeim þegar þau sáu mig aftur og ég þreif hjá þeim búrið. Eina sem vantar núna er bara einhver sem kann að sauma litlar lopapeysur svo ég geti klætt þær í, en hingað til hef ég þurft að klæða búrið í flíspeysuna mína til að halda á þeim hita þvi jú skjaldbökur kjósa 23°C en ekki 11°C. Kertaframleiðendur á spáni eru sjálfsagt allir komnir með flott einbýlishús í Miami eða í skemmtisiglinu um Karabíska sökum mikillar sölu síðustu daga. Það er nú saga út af fyrir sig::::
Þessir blessaðir spánverjar eru löngu hættir að koma manni á óvart. En málin standa þannig að kyndingin er enn og aftur úti... (eftir að vinur,frændi,félagi og stofnandi EB Design bærddi úr henni ;-) ) og eftir að heim var komið hófst auðvitað streðið við að hringja í Gas Natural til að fá einn auman apa til að koma og laga þetta, en það vantar e-ð stk í unitið.. og alltaf fengum við næs tilkynningu um að þeir kæmu samdægurs... en jú alltaf þarf að hringja aftur daginn eftir... Svo loks á laugardag svaraði enskumælandi api sem var mjög sorry yfir þessu öllusaman og sagðist senda mann bara alveg í einum svörtum kvelli.. 10mín seinna hrindi ó enskumælandi api og sagði að ekki væri hægt að koma fyrr en á mánudag því það væri ekki hægt að kaupa stk. fyrr en þá..... nú er kl. að verða 16 og enn bíð ég við hurðina með gríríílukerti á nefinu og lúffur á höndum að reyna að hitta á takkana með þumalputta....
Annars veit ég ekki hvað hefur komið yfir mig síðustu daga því ég er húkt á litlustelpuþáttum sem heita One Tree Hill með hinum sæta Lucas, ég hef svo sem ekkert meir um málið að segja og á ekkert vansagt við almenning.
Fer sennilega á sjóinn aftur eftir um rúma viku. Ætli ég verði ekki hátt í 4 mánuði að þessu sinni, kannski viku frí í millitíðinni til að skreppa til London til að fá að pissa á teppið á baðinu hjá áðurnefndum stofnanda.
Nú er kaffiglasið tómt og því ekkert að herbúnaði en að fara að ylja sér við gashellurnar eftir þetta 5 mín raus í mér.
kv. EB
Þá er loksins (aðeins seinna en hjá flestum) lífið komið í sínar föstu skorður eftir jólin. Áttum við hjú mjög svo ánægjulegar stundir í Spildervika í norður noregi þar sem Steinar og Mari stjönuðu við okkur ungafólkið eins og við værum kóngafólk frá spáni. Bestu þakkir Steinar og Mari, og jú puskelurfa. Ólíkt því sem maður bjóst við þá vorum við nokkuð active í skemmtanalífunu í smallwill, sökum þess að ungur drengur að nafni Anders gaf sér tíma til að kynnast okkur og draga okkur í hin og þessi partýin og nokkuð sem ég hélt ég myndi aldrei gera, Quiz nightout í Neverdal.
Nú hinsvegar er Dísa komin í vinnuna og ég einn heima með Jose og Maríu. Það leyndi sér ekki ánægjusvipurinn á þeim þegar þau sáu mig aftur og ég þreif hjá þeim búrið. Eina sem vantar núna er bara einhver sem kann að sauma litlar lopapeysur svo ég geti klætt þær í, en hingað til hef ég þurft að klæða búrið í flíspeysuna mína til að halda á þeim hita þvi jú skjaldbökur kjósa 23°C en ekki 11°C. Kertaframleiðendur á spáni eru sjálfsagt allir komnir með flott einbýlishús í Miami eða í skemmtisiglinu um Karabíska sökum mikillar sölu síðustu daga. Það er nú saga út af fyrir sig::::
Þessir blessaðir spánverjar eru löngu hættir að koma manni á óvart. En málin standa þannig að kyndingin er enn og aftur úti... (eftir að vinur,frændi,félagi og stofnandi EB Design bærddi úr henni ;-) ) og eftir að heim var komið hófst auðvitað streðið við að hringja í Gas Natural til að fá einn auman apa til að koma og laga þetta, en það vantar e-ð stk í unitið.. og alltaf fengum við næs tilkynningu um að þeir kæmu samdægurs... en jú alltaf þarf að hringja aftur daginn eftir... Svo loks á laugardag svaraði enskumælandi api sem var mjög sorry yfir þessu öllusaman og sagðist senda mann bara alveg í einum svörtum kvelli.. 10mín seinna hrindi ó enskumælandi api og sagði að ekki væri hægt að koma fyrr en á mánudag því það væri ekki hægt að kaupa stk. fyrr en þá..... nú er kl. að verða 16 og enn bíð ég við hurðina með gríríílukerti á nefinu og lúffur á höndum að reyna að hitta á takkana með þumalputta....
Annars veit ég ekki hvað hefur komið yfir mig síðustu daga því ég er húkt á litlustelpuþáttum sem heita One Tree Hill með hinum sæta Lucas, ég hef svo sem ekkert meir um málið að segja og á ekkert vansagt við almenning.
Fer sennilega á sjóinn aftur eftir um rúma viku. Ætli ég verði ekki hátt í 4 mánuði að þessu sinni, kannski viku frí í millitíðinni til að skreppa til London til að fá að pissa á teppið á baðinu hjá áðurnefndum stofnanda.
Nú er kaffiglasið tómt og því ekkert að herbúnaði en að fara að ylja sér við gashellurnar eftir þetta 5 mín raus í mér.
kv. EB
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)