mánudagur, febrúar 27, 2006

Dagur vondra upplýsinga

Humm... jú upplýsingar má kalla það.

En fyrri sagan er úr Breiðholtinu.
2 ungar stúlkur.. kannski ekki mikið eldri en 16 voru í gufu í Sporthúsinu á sama tíma og ég og voru þær að tala um eiturlyfjaneyslu unga fólksins í Breiðholtinu. Ekki það að ég hafi verið að hlusta sérstaklega en þá komst ég ekki hjá því að heyra að þær töluðu um að "allir hafi byrjað að dóba í verkfallinu". Enn ein hræðileg afleiðing kennaraverkfallsins og maður spyr sig, hvar liggur ábyrgðin?

Hin sagan er úr auglýsingaheiminum, en eins og flestir hafa orðið varir við þá er Og Vodafone og Stöð 2 að bjóða M12 áskrifendum sem ganga í Og1 hjá Vodafone frían heimasíma í hálft ár. Þar sem ég er uppfylli þessi skilyrði sem meðlimur í báðum samtökum þá hvarflaði ekki að mér annað en að ég væri sjálfkrafa kominn með frían heimasíma. En nei nei, ég hringdi í 1414 og spurði hvort ég væri ekki að hringja frítt en allt kom fyrir ekki, borga fullt gjald og sjálfsagt gott betur.
Sem sagt bara verið að lokka inn nýja meðlimi en ekki gera vel við dygga stuðningsmenn. Ég spurði hvort það væri þá ekki bara best fyrir mig að segja upp Og1 og fá svo aftur nýja... en þessu ágæta kellingargreii fannst það ekki sniðugt og bað mig að svindla ekki á kerfinu.

ps: ég held með Kelly pickler

og Chris Daughtry

í American Idol 5 og svo við Þórdís pínu saman með henni Katharine McPhee


Svo HÉLT ég með honum Eika dúllunni

mánudagur, febrúar 20, 2006

Perrasaga úr Sporthúsinu

Mig langar að deila með ykkur smá sögu úr Sporthúsinu sem ekki er ætluð börnum yngri en 16 ára.
En þannig var mál með vexti að eftir að hafa púlað eins og mér einum er lagið fór ég í gufu. En gufubaðið er á sameiginlegu svæði kynjanna. Eftir að nóg var komið og líkamshiti minn kominn í 42°c fór ég út og sá þar í rassinn á ungum manni, ekki mikið eldri en undirritaður. Það sem stakk í stúf við þessa rassasjón var að hann stóð hálfur inn í kvennaklefanum. Já maðurinn var að gægjast á sportstelpurnar, og varð hann var við mig og þurfti í fáti að hverfa inn í sturtuklefa kvenna. Ég var nú ekki mikið að æsa mig við manninn heldur settist niður á stól til að kæla mig og gera mómentið aðeins vandræðalegra fyrir rauðhærða perrann. Eftir dágóða stund ákvað ég að halda í pottinn sem er á sama svæði og gott útsýni yfir inngang í klefana. Ekkert bjátaði á að rassinn kæmi til baka og var undirritaður farinn að halda að um kvenmann hafi verið að ræða og farinn að hlægja að sjálfum sér, þegar allt í einu sást rauður hárlokkur gægjast fyrir hornið og svo auga að ath hvort að vondi maðurinn úr gufunni væri farinn svo rauðlokkaði rassinn gæti hörfað heim til sín. Það var ekki fyrr en fleiri karlmenn fóru að bætast á svæðið að rauðlokkarass sá að sér og gekk með skömm og hönd fyrir rauðu andliti frá kvennaklefa yfir í karlaklefann. Þess má geta að engin óp bárust frá kvennaklefanum eins og í auglýsingunni forðum.

Virðingarfyllst
Einar B.
Ritstjórn þessa vefs hefur tekið þá ákvörðun að fjarlægja síðustu færslu Einars þar sem hún þótti kræf og hefði getað sært friðhelgi einkalífs lítillar Idol-stjörnu.
Þess í stað hefur verið sett inn bútur úr grein sem byrtist í Hér og nú.

Mágkona Einars grunar hann um græsku.


þau sögð hafa e-ð óhreynt í pokahorninu!
(smellið á myndina til að sjá nánar)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Bloggað úr sæti kennara.

Já nú sit ég við kennaraborðið í skólastofu minni sökum þess að ekki er tími að svo stöddu og ekki hef ég fartölvu eins og flestir aðrir samnemendur.

Brandarahorn Einars hefur vakið mikla lukku víða um land og heyrt hef ég að stærðfræðikennari út í bæ hafi ekki haldið vatni yfir þessu og áformaði að varpa þessu á skjá í tíma fyrir nemendur sína (áræðanlegar heimildir)
Ég vil benda fólki á að því er velkomið að commenta inn góð orð sem ég gæti skellt upp í myndrænan brandara öllum til gamans.
Nú sem stenur styttir fólk sér stundir með hengingarleik á töflu og standa leikar jafnir Skúli 1 og Anna Marín 1. Upp hafa komið orð eins og Einblöðungur, Biblía og strúur.. já bara með einu t.

Já svona er lífið skemmtilegt.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006



Jæja gott fólk.. það er hálfgerð lægð í manni eins og Siggi Stormur myndi nú segja. Skólastarfið er að gera út af við mann. Ritgerð hér, próf þar og verkefni allstaðar. Rræktin þarf að vera einhverstaðar, sýna íbúð, elda matinn og sinna Dísusinni. "Hvar er tími til að blogga"
Allavega eins og úflur í gæruskinni þá er helsta áhyggjuefni þessa daga er bókin Drengene fra Sankt Petri en það er próf úr henni á næstu grösum. Þess má geta að ég hef byrjað með brandara horn á bekkjarsíðunni þar sem orðum og stærðfræði er blandað saman á skemmtilegan hátt. En dæmi um þetta má einmitt sjá hér til hægri.
En fyrir þá sem ekki skilja þá er þetta "Rótin af tré"

Gráa hrossið kveður.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Klikkun eða klukkun
Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina:Það minnistæðasta:
-Sjómaður í Afríku - bara snilld
-CD útkeyrsla - Sameinumst hjálpum þeim
-Bormaður hjá Jarðborunum - Aldrei aftur takk..
-Eldhúsið á Greifanum - alltaf gott að borða

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
-Fast & the furious - Klikkar ekki
-?La Marche de l'empereur - Krúttleg
-Ransom - Mel Gibson alltaf góður
-The Davincy Code - Held hún verði geðveik.

Fjórir staðir sem ég hef búið á
-Mallorcahöllin BCN - once in a life time með Dísu
-Gnípuheiðin - fyrsta og síðasta skiptið í kópavogi með filtteppi
-Steinahlíðin 2A - Akureyri.. ?? sennilega ekki aftur
-Blikahólar - Alvöru gettógaur með marbletti

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
-Lost - Eitthvað við þá.
-Alias - Garner algjör gella
-The amacing race - Besta raunveruleikasjónvarp fyrr og síðar.
-Idol - Um þessar mundir þ.e.a.s

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-Frakkland - Unaður í tjaldi með Dísu í marga daga..
-Kleipeda, Lithuania - Menningarathugungarferð á vegum SÁÁ og Helga
-Tálknafjörður - Skemmtilegasta nótt í tjaldi sem ég hef átt.
-Heimabærinn Barcelona - Frí og ekki frí??

Fjórar síður sem ég skoða daglega:
-Bekkjarsíðan - Full af fróðleik og fréttum
-Bloggið mitt - Besta síðan nei nei.. bara til að ath stöðu mála.
-Morgunblaðið á netinu - mbl.is annars væri ég alveg tómur
-Google.com - Finna e-ð til að skoða daglega

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
-Pizzolia - Nýji á Subway
-Ostsneið með Hamborgarasósu - prufið bara
-Kók er matur - verð saddur af því
-Kelloggs special K - þar til að vega á móti ostinum með sósunni.

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
-Í rúminu mínu stóra - Erum nú á smádýnu hjá Rakel.
-Á klósettinu - hálfpartinn að kúka á mig.
-Á flottu hóteli með Dísu á eyju í Karabíska - Af því bara
-Annarstaðar en á Akureyri - Dont ask.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
-Vill engum illt svosem.... en þá sem langar geta haft samband.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006















Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn og Stærðfræðipróf að baki. Það tókst bara vel þrátt fyrir að ég hafi sofið yfir mig og mætti allt of seint og hafði því aðeins um 25 mín til að klára það. Kvöldið verður notað í rólegheit og nett þryf sökum þess að grasekkils stöðu mynni fer að ljúka og vil ég hafa fínt þegar Dísin kemur heim.
Hver veit nema það verði bara Kellogs Special K í kvöldmat.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006


Ég hef verið að spá í að halda áfram að hafa þetta svolítið myndrænt hjá mér áfram.
Sem sagt fjalla um málefni í máli og myndum. En nú er ég búinn að vera svo duglegur að læra stærðfræði, þannig að ég held ég fari að sofa í hausinn á mér.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

"Góðan dag, ég heiti gúddý gúddý gúddý og hringi frá Stöð 2 og Sýn og þar sem þú ert nú í M12 hjá okkur vildi ég ath hvort að þú vildir ekki fá sportpakkann líka?"
Þessa setningu fæ ég nú annan hvern dag í símann. Sama þó ég segi þeim að hætta að hringja og bjóða mér þessa og hina pakkana, einfaldlega vegna þess að það er svo dýrt að vera í M12 að ég hef ekki efni á extra pakka.. Alveg þreytandi. Sjáum til hvað gerist hinn.

Enn einn skoðandi rann í gegnum íbúðina í dag og ef allt er eðlilegt ætti að koma tilboð, þar sem aðeins hafa verið gerð tilboð þegar ég sýni íbúðina einn. Sjáum hvað gerist á morgun.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Vegna fjölda áskorana og þarfa til að koma skikki á íslenskt ritað mál, hef ég ákveðið að byrja að blogga á ný.
Það eru því gleðifréttir fyrir marga og þá sérstaklega unnendur íslenskrar túngu að ég skuli ætla að reyna að skrifa fullkomlega. Þó mun ég ekki hætta að búa til nýyrði og setja saman orðatiltæki og málshætti á borð við "Ber er hver að baki þó síðala sé".
Það er því mál að linni að með hlökkun og gleði hefjist skrift á skrift ofan uns allt rennur í þrot á ný.

Þess má til gamans geta að næstum 5000 gestir hafa kíkkað á síðuna frá upphafi frá 45 löndum og þakka ég frábærar viðtökur.


Maturinn er fyrir öllu allt er það matur í magann kemst nema holtarætur Einar.

Bestu kveðjur
Einar.