Þrátt fyrir að hafa búið hér í ár þá tekst þessum elskulegu spánverjum alltaf að koma manni á óvart.
Saga dagsins er svo hljóðandi:
Kóklaust var orðið í höllinni og konungurinn sá fram á miklar skúringar og uppvask, sem ekki er framkvæmanlegt nema að geta fengið sér pásur með reglulegu millibili (kók og sígó). Allavega þá skellti ég mér í Vodafone bolinn minn, sem bæ the way er nóg þessa daganna þar sem ég bý ekki á Eskifyriði.
Ekki er nú svaka langt út í jespac búðina mína, c.a hálf sígaretta, og þegar kóngurinn er kominn að höllinni sinni með 4 l. af kók og ætlar að reyna að komast inn í stigaganginn þá bara nei nei. Lykillinn hans passaði ekki í gatið, hann þreifaði létt á skránni og fann að hún var ný máluð og þar af leiðandi útskýrir það háfaðann sem var búinn að vera í stigagangnum í morgun. Jú það var búið að skipta um skrá.
Kóngurinn álítur strax að þetta sé nú e-ð tengt því að brotist var inn í síðustu viku og einni það að það eru komnir upp svona miðar einn snýr að götunni og á honum stendur að allar auglýsingar séu bannaðar. Hinn snýr inn og kóngurinn áætlar að þar standi e-ð í þá áttina að fá sér nýjan lykil áður en maður fer út.
Hvað á hann að gera, varla er fólk mikið að hleypa inn ókunnugum, Hvað er til bragðs. jú dingla hjá húsverðinum sem býr fyrir neðan kónginn og byðja hana að opna og jú jafnvel að fá nýjan lykil. Þess má geta að kóngurinn er nú ekki alveg kominn með apamálið á hreynt en prufar samt.
Kona: sí
kóngurinn: Hola, soy Einar de secundo primera y mi illama no funcíona, posible abrir. (kóngurinn ekki viss hvort það þýði uppi eða opna)
Kona: geh secundo primer.... ble ble ble ble blö blö illama, ble ble blö blö - Deo
(Deo = e-ð svipað og bless)
Kóngurinn: já já blessuð.
Kóngurinn labbar einn hring fyrir utan innganginn og veltir því fyir sér hverlags anks. jullar þetta eru, læsa mann úti frá eigin heimili. hvað á ég til bragðs að taka hugsar hann. Var að því kominn að skæla bara og hringja í queen Dísu. En nei nei hún er nú sjáflsagt ekki með nýrri lykil en hann.
Þetta endaði allaveg með því að kóngurinn náði í hommana sem búa fyrir ofan hann og þeir virtust skilja kónginn og voru ekki í vandræðum með að hleypa honum inn.
Sem betur fer voru þeir ekki búnir að ná að skipta um skrá á íbúðinni því þá hefði verið íllt í efni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli