fimmtudagur, maí 31, 2007

Nýkaup

Jæja þá er ég á fullu að koma mér fyrir hér í Afríku.
Hitinn er þetta í kringum 25°C held ég og veður ekkert spes.
Á leiðinni út skellti ég mér á svaka fína græju.
EF-S 17-85mm f4-5.6 is usm linsu og Canon EOS 400D
Er að vinna í því að koma inn nýjum og glæsilegum myndum á flick-síðuna mína sem teknar voru á Lanzarote,Dakla og Máritaniu.
Um er að ræða mjög svo góð tæki að afraksturinn ætti að vera tipp topp.

laugardagur, maí 26, 2007

Mig langar til að kveðja í bili þar sem ég er að halda á vit ævintýranna á morgun. Jebbs beinustu leið til Máritaníu á veiðar.. en þar sem tækninni fleytir fram þá mun ég að þessu sinni vera í fullu netsambandi og símasambandi þannig að þið þurfið ekki að örvænta.. ég mun halda áfram að mynda.. og setja inn.. þannig að fólk getur nokkurnveginn sagt sér til að það sem ber fyrir sjónir tengist skipum á einhvern hátt í getraunum mínum...
Allavega þá kemur lítið frá mér fyrr en ég hef komið mér fyrir í 4 x 4 klefanum mínum til næstu mánaða og hef stungið Lan snúrunni í lappann og hver veit nema ég verði með nýja myndavél..
Þar til næst.. EB

Getraunavinner


Jæja það er nú kominn tími á að tilkynna sigurvegara síðustu getraunar þar sem ekki fleiri ætla að láta til sín taka.. en það voru Ásta og systir hennar.. jeiiii
Ekki veit ég alveg afhverju hún vissi þetta svo snöggt.. kannski hefur hún verið í 13 kjördeild Reykjavík norður og átti leið hjá þarna samdægurs.. hver veit.
Ásta getur nálgast verðlaunin til mín næstu 2 mánuði en eftir það fyrnast þau. Til hamingju Ásta.

mánudagur, maí 21, 2007

Sigurvegarinn.

Jæja þá er fyrsti Gullborðinn kominn í hús á www.ljosmyndakeppni.is
Ég vil þakka þeim sem aðstoðuðu mig með val á myndum og góð comment.. nú fer ég að sofa stoltur sigurvegari.

sunnudagur, maí 20, 2007

Yo soy logo..




Var aðeins að dunda mér í logo smíðum.. fyrir flickrið mitt þá helst.. hér er afraksturinn.

Ingibjörg og Geir í Þingvallavatni



En ein ný í seríunni.. Mér datt strax í hug þegar ég sá þessa mynd þau Geir H. og Ingibjörgu í tilhugalífinu við þingvallavatn þegar ég reyndi að þema þessa mynd.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Fyrsta sería - Júlí að sumri




Hérna kemur smá sýnishorn af seríunni "Júlíana að sumri" sem ég er að vinna að í samstarfi við góða menn..

mánudagur, maí 14, 2007

Fyrsti verðlauna borðinn

Jæja, þá hefur kallinn landað fyrsta borðanum sínum á ljósmyndakeppni.is sjá hér
þannig að myndasmíðinni fer fram.. en nú er ég einmitt að vonast eftir gullborðanum í landslaghugans keppninni..

Sem sagt.. þið sem voruð búin að commenta á síðustu getraun.. þá jú voru nú flestir með það rétt að hún var tekin í bílnum og var hún jú tvíþætt og var ég að vonast eftir að fólk myndi aðeins fatta að þar sem ég var með annan fótinn nánast alltaf upp í skóla þá má bæta því við að þetta var semsagt fyrir utan HR höfðabakka... (ekki orkuhúsið).
En allavega hér kemur ný getraun inn.. og Hvar er þetta tekið.. Flestir hafa komið þarna en þó kannski ekki oft. en allavega einusinni.. !!!!!

miðvikudagur, maí 09, 2007


Ok.. Nr 1 greinilega.. sorry Evil... en þá er það spurning hvor kemur betur út að ykkar mat..?

mánudagur, maí 07, 2007

Gagnrýni













Nú vantar mig að vita hvaða mynd þið teljið vera hvað mest lýsandi fyrir landslag hugans... í sinni víðustu merkingu..
Hér nota ég áðurnefnt jólaskraut til að ná fram þessum fína hugsunarfídus..

Getraun B5


Hvar er þessi mynd tekin???
Tvíþætt spurning.

N.B Hildigunnur var jú sigurvegari síðustu getraunar eins og flesti hafa gert sér grein fyrir.... og haut hún að launum þriggja rétta máltið í boði undirritaðs.
það var kjúklingur, lax og súkkulaði kaka í desert.

sunnudagur, maí 06, 2007

Gagnrýni

Smá atkvæðagreiðsla..

Hver er best.. 1.2 eða 3
lýsandi fyrir andrúmsloftið í lyftu....?
Leiðin á toppinn.
Týndi ávöxturinn.
Ég vil, en samt ekki.

Ath, Gæði hafa verið skert....