Dagurinn í gær var alveg ljómandi og ekki vantaði stemmarann. Sumarið ákvað að gefa sig einn dag í viðbót og fengum við þessalíka rjómablíðu, sem betur fer því að í fyrsta tækinu sem var svona bátur sem fer e-ð upp og svo dettur hann ofan í vatn og rennblotnar. Ekki nóg með það heldur er brú yfir leiðinni sem báturinn fer og þar eru staðsettar stórar vatnsbyssur þar sem gestir og gangandi geta sett 1€ í sprautað á fólkið í bátunum. Þess má geta að ég var hundblautur í lok ferðar. Þökk sé sumri þornaði maður fljótlega.
Svo var það náttl. Hinn skvakalegi Dragon Kahn sem er rússibani af bestugerð og fékk gannir og allt sem inní manni er til að fara af stað, hann er eins og þessi nýji í tivoli köben nema bara um 6 x lengri ég fór 3svar. Svo má ekki gleyma hringjakastinu sem gaf mér gjöfina hennar dísu "sjá hér" Líkurnar á því að hitta er sennilega svo sára litlar að það fór allt í fát þegar EB náði að kasta einum hring utan um flöskstút sem er c.a jafn breiður og hringurinn, en ég er snillingur eins og þið öll vitið.
En nú þarf ég að fara að skoða listan sem dísa skildi eftir handa mér, svona what to do list
Engin ummæli:
Skrifa ummæli