föstudagur, október 08, 2004

Viti menn.

ég veit ekki. ég hef ákveðið að setja ekki stóra stafi í þessa færslu. talvan er búin að missa sig, veit ekki hvort ég sé búinn að gefast upp. gerði lítið í dag. annað en að fara út í búð og djamma svo með djammþyrstum íslending sem er hér, en það er systir hinnar Alias sjúku Rakel sem var alveg sama hvernig djammið fer fram hér í BCN, en nú er öldin önnur. Hósei hefur það e-r atvikum. held hann sé búinn að jafna sig eftir steinátið og er farinn að borða eins og hann fái borgað fyrir það. og svei mér þá ef hann er ekki búinn að læra að það á ekki að borða steinana.
tók mynd áðan af bílnum sem ég sakna. hún veður byrt á morgun. æ ég elska ykkur öll.

Engin ummæli: