mánudagur, maí 31, 2004

Ég bið ykkur vel að lifa gott fólk og megið þið eiga gott sumarfrí þetta árið.
En nú er ég að fara á Afríkuslóðir enn á ný, mun ég taka fyrri hálfleik þar og taka svo seinni hálfleik í börsungaborg og París í ágústmánuði.

takk takk

föstudagur, maí 28, 2004

Snilldarvika, eru 2 orð sem ég hef ákveðið að henda saman í eitt og dansa glaður fyrir því.
rúnturinn var bara snilld og voru eknir 2500 km, sem samsvara rúmum 2 hringjum um ísland.
fullt hús af gestum og stuðið að gera út um mannskapinn.
Þóra og Solla farnar og Helgi og Halla eru enn og Listamaðurinn Magnús Helga bættist við hina hraðskreiðu djamm lest í gærkveldi og var hann samstundis tekinn á hið stóra strandardiskó Club Baja og var dansað þar með bongo gellum og sweaty chested men til kl;sjö í morgun...
allir orðnir hressir aftur og verið að fara út að éta pizzur og horfa á gosbrunashow og svo bara unktzi unktzi unktzi unktzi dansiball.

viva la Barce......

myndir bætast svo inn hjá dísu rétt strax.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Vildi bara bæta við að núna var sjónvarpið að skella sér uppí 26°C sem segir mér það að sumarið er komið hér í hjarta Catalonyu.
Ég er í hálfgerðum vandræðum með að fá á hreint hvað hitastigið er úti núna.
Sjónvarpið segir 24°C
hitamælirinn minn út á svölum í skugganum segir 24°C
Netið spári max 23°C
Veðurbuddan segir 21°C

Sjálfur fór ég út á svalir og áætla um 25°C þannig að tæknifræðilega séð held ég að það sé bara um 24°C, sól eins og hún gerist mest og bílarnir marra áfram með látum og dísel útblæstri
Eftir að hafa lokið morgunrununni (kók, sígó, sturta, greiða sér og vekja dísina) var tilvalið að opna bara út á svalir og setjast við pc-inn og gleipa við öllum þeim skarkala sem fylgir þessari blíðu.
Ströndina sjáum við bara í hyllingum í dag sökum anna. En það þarf að fara að gera klárt fyrir sólþyrsta túrista sem hafa boðað komu sína.
nei heyrðu... svei mér þá ef sjónvarpið var ekki bara í þessu að samþykkja líkamlega tillögu mína á 25°C og breytti sér eins og lítill engill að verða 25 ára.
Allavega þá er spurning hvort maður nái sér í klst eða svo á litlu handklæði á sandinum.

ps. Nýjar myndir komu í svaka myndaalbúm Dísu í gærkveldi.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Í dag er ekkert lát á blíðviðri í Barcelona.
Konungshjónin hafa þó ákveðið að sleppa ströndinni í dag og reyna þess í stað að sinna bæjarsólinni að bestu getu. Það þarf að fara að huga að undirbúningi suðurferðar, en í gærkveldi var gengið frá bílaleigubílnum sem er þessi

Ekki slæmt ha.
En allaveg þá planið að fara út núna og fylla á símafrelsið og ekki sinna vænna að fara að finna klippingu fyrir hinn háruga prins. en þess má geta að hann hefur ekki farið í klippingu síðan um miðjan Janúar á þessu ári. Held ég fari til hommanns sem klippti Dísu síðast, hann er sagður tala ensku og hið besta skinn. þó ekki Bangsi bestaskinn.
Frikkx talar um að troða nýja skápnum sínum í bílinn, en á myndinni að dæma þá yrði það erfitt.
Mæli ég þá með litlum trillum sem gætu nýst vel við fluttning Skáps á conseilinn. svo er bara að apast með hann upp 852 tröppur í íbúð 3°2° (þess má geta að Maurar hafa ekki fundið upp liftu ennþá, en Silfurskottur eru langt á undan og hafa liftu sem fittar vel stóra hillu og rauða sófa.

úff ég farinn út í sólina.

sunnudagur, maí 16, 2004

Úff, erfiður dagur að baki. Get nú samt ekki sagt að hann hafi verið erfiður, því hann fór að mestu í að flatmaga hálf nakinn á ströndinni, en þó var hann hálf erfiður. Eftir mikla gleði og ógleði á Evróvísjón daginn sjálfan með tilheyrandi skömm af framistöðu íslands í keppninni var maður vakinn upp fyrir allar aldir af Strandglaða Dj-managernum Monu, sem var ekki á þeim buxunum að leifa okkur Dísu að sofa úr okkur þynnkuna.
Við allavega þorðum ekki að hunsa skipun frá þýska harðstjóranum og hlupum á fætur og niður á strönd. Það var bara snilld. Súsa mús kom einnig með og er óhætt að segja að sumarið sé komið, allavega fór ansk. vel um mann þarna olíuborinn og fínn.
Gerði heiðarlega tilraun til að fara í sjóinn en held ég gefi honum samt mánuð í viðbót til að hitna aðeins. tókst þó að bleyta mig allan til að fá saltkristalla til að auka svertumyndun.
Því næst var haldið heim á leið þar sem tók ekkert annað við en Los ultimos Samouri og ein góð pizza með nóg af jalopenos og ég er saddur og góður. Dísin að fá sér smá kríu, já gott fólk, ég er ekki sofandi..... Held samt að ég fari snemma að sofa í kvellen.

Á morugn er svo heljarinnar dagskrá að mér skillst, ströndin (ef það verður gott veður, sem ég held) og svo þarf ég að kíkja á bílaleigu til að ath hvort þeir eigi ekki hand mér eitt stk. pugeot 307 blæju, til að krúsa á suðurströndina.

í gær já... mikil hátíð var í gangi hér á nærliggjandi götu með tilheyrandi ofkrádi. sem olli því að það tók okkur rúman hálftíma með leigubíl að komast í evróvisionpartý. 10? takk fyrir líka, en bakaleiðin var 4 mín og 3? til viðmiðunar.

Æ held ég fari og fái mér nefsprey og fari að huga að háttatíma.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Held áfram á fullum krafti

Svei mér þá ef ég hef ekki bara hætt við að taka mér pásu, þar sem ég hef ekki bloggað í 2 mánuði og svo verð ég fjarri góðu gamni í jún og júl.. þannig að ég held að ég haldi bara uppi stemmaranum í mai mánuði, kann ekki við að hafa allt of marga að rembast við að finna svör við eigin spurningum "HVAÐ ÆTLI EINAR HAFI VERIÐ AÐ BARDÚSERA Í DAG?" að vísu kemur smá pása í nokkra daga eftir um viku sökum ferðaþörf háttskrifaða.... En planað er að taka púsjó 307 blæjubíl á leigu og bruna í bremsuför Eyjós sem finnast víst víða um suður spán.
Myndasíðan mín nældi sér í ælupestina eftir helgi, þannig að ég bara ákvað að hunsa hana. svo skylst mér víst að Dísa sé að setja inn sömu myndir og ég á, þannig að what´s the point......

Frikki talar um góðan dag í dag, ekki lýgur hann. loks þegar háttskrifuðum tókst að draga margnefnda unnustu á fætur, var haldið rakleitt í ánamaðkagöng Metro vagna og niður á stönd. jú og viti menn, það var svo sem bara hægt að vera á brókinni, og ég stolltur Barcelona brókareigandinn gerði slíkt.
Horðum á eitt stk. þjóf vera laminn niður í götuna, en hann var að reyna að stela tösku af sænskri konu að mér sýndist. u.þ.b. 9 menn hlupu á eftir kauða og stoppuðu ekki fyrr en 9 höggum og 4 löggum seinna. Einhverra hluta vegna þá kennir maður einum svona kalli um alla þjófnaði, og hafði ég það einhvern veginn á tilfinningunni að þessi hafi rænt Dísu mína og fann ég fyrir þörfum fyrir að fara úr sandölunum og í nýju Nike skona mína og hlaupa og sparka. (Dísa sagði að þetta væri ekki hann, svo ég rógaðist.)

þriðjudagur, maí 11, 2004

Ég hef samt hugsað mér að halda uppi myndasíðunni minni Proximaparada
Og mun ég setja inn þar myndir eins ört og þær verða til. svo fylgist með.

sunnudagur, maí 09, 2004

Ég opinbera hér með með tár í augum og söknuð í huga, að sökum hækkandi hita og sterkrar sólar að ég hyggst styðja á pause takkan á blogginu mínu og ekki leggja frekari skriftir fyrir mig á þessu sumri. Ég ætla að reyna að sinna þörf minni fyrir hita, sand og sól.


áform mín að setjast niður með pennann á ný eru um nóvemberbil. þanngað til óska ég ykkur bloggurum góðar stundir hér og ánægjuríkar.
Og svo má náttl. ekki gleyma að Þórdís mín kemur nú til með að halda höfði og verður nú sjálfsagt hægt að fá fréttir af mér þaðan. æ nú er hún að elda handa mér þessi elska

kv Einar B.Comment (6)

föstudagur, maí 07, 2004

Eins og talað út úr mínu hjarta.... tekur sig ekki að skrifa þetta aftur... Færslan er hér..

þriðjudagur, maí 04, 2004

bara svona eitt stutt blogg fra maritaniu a skritnasta lykklabordi sem eg hef sed tannig ad eg nenni ekki ad hafa tad lant;
er her i vellistingum a hoteli i hofudborg maritaniu og tammba kok a kostnad hinna fataeku afrikumanna:::::
ha ha ha
nei nei eg missti af fluginu i morgun og er vist a leid til parisar i nott og tadan til heitt elskada disu mina
mer skilst ad hun se farinn ad bida:
fekk enhvern fisk ad borda adan; at to ekki beinin og hausinn; held ad tetta hafi verid Dentex:
annars verd eg kominn heim a morgun einhverntiman tannig ad gott fri skal ta hefjast::
marakongurinn bydur ad heilsa ollum og hugsid nu til min her einn med gratandi geitum: En þess má geta að að myndin hér að neðan er einmitt frá bænum sem eg er staddur i nuna, tannig ad ymindid ykkur ,,,,,