mánudagur, mars 31, 2003

Hver er jólasveinninn?
Strákar drekka tæpan lítra af gosi á dag

Nú er í uppsiglingu miklar hamfarir í manneldismálum á íslandi eftir að niðurstöður landskönnunar á mataræði íslendinga 2002 liggur fyrir.
Upp eru komnar umræður um það að leggja á sérstakt gosdryggjargjald sem á að skila manneldisráði u.þ.b 27 milljónum á ári sem nota á til forvarnarstarfs gegn gosdryggju (hvernig svo sem það á að fara fram). Hvert stefnir þetta þjóðfélag ef þetta er orðið aðal áhyggjuefnið hjá þessum skrifstofuköllum hjá manneldisráði og Jóni Kristjánssyni eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður.
Ég hélt að það væri val hvers og eins hvað hann innbyrgði mikið af kóki á dag, nei þetta er einum og langt gengið að ætla að fara að stilla mönnum upp við vegg með hálfan af kóki í hendinni og skjóta.
Stöndum nú saman Stefán, og allir hinir kókistarnir og stöðvum þessa framgöngu manneldisráðs, hvort sem er af landi eða úr lofti.


ps: ég læt hér fylgja með þessa svaka klausu sem er kveikjan að þessu öllu.

Strákar drekka tæpan lítra af gosi á dag
Gosneysla ungs fólks er vægast sagt gífurleg, sérstaklega stráka 15-19 ára, sem drekka að meðaltali tæpan lítra af gosi á dag. Stúlkur drekka minna af gosi eða tæpan hálfan lítra á dag að jafnaði. Þess í stað drekka þær meira af vatni og sódavatni og ríflega 20% stúlkna segjast aldrei drekka sykrað gos. Mikið gosdrykkjaþamb hefur gífurleg áhrif á sykurneysluna en 55% af öllum viðbættum sykri í fæði ungra stráka kemur úr gosi og sætum drykkjum eingöngu. Stúlkur fá hins vegar um þriðjung sykursins úr gosi.

laugardagur, mars 29, 2003

Klukkan að nálgast sex og þá er tími til kominn að fara að koma sér í vinnuna.
Ég vil sjá e-r Shout Out hérna.
Ætlar enginn að tjá sig um english versionið, ég er farinn að ókyrrðast hérna um að enginn lesi bloggið mitt.

Já þá er kominn laugardagur, sem þýðir svosem ekkert fyrir mig nema kannski minni umferð á leið til vinnu. Var að vakna og enginn heima, aha akkurat þegar ég skrifaði þetta birtist frúin í útidyrunum með tvo lítra af kóki, ekki dæet, en það er sko ástæða að kætast, ég hef ekki séð konunu nema svona að meðaltali í klst. á dag síðustu viku svo ekki gefst mikill tími til að kafa djúpt í heiladingulinn eftir efni.
þannig að bloggið gæti orðið ýtarlegra þegar hægist hjá manni hvað á hverju.

Það lítur út fyrir að íslendingar tapi gegn skotum, sem þykir ekki tiltökumál á þessu heimili þar sem áhugi á knattspyrnu er takmarkaður, en alltaf áfram ísland.

föstudagur, mars 28, 2003

Mér finnst þetta alveg snilld með english versionið, en segiði mér nú hvað finnst ykkur?
þetta er sammt í vinnslu ennþá en endanlegt snið er komið.
Kallinn bara orðinn Mastursmaður út á bor, en það þýðir +6%, en annars er lítið að frétta af manni.
Borið hefur á reiði skjálta innan bloggmanna en til að koma á sáttum hef ég ákveðið að láta eftir og bæta inn tengli á Þór Steinarsson
athafnarmann austur á héraði.
Eitt nýtt er í burðarliðnum hjá mér en það er að halda uppi English version af einarbs. Endilega fylgist með því það er sóltið skonndið.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Alltaf lengist tenglalistinn hjá mér og í dag er sá heppni sem hlýtur hnossið enginn annar en Sveinn Sævar Frímannsson, Húsvíkingur með meiru, og farandverkamaður, þó að ég vilji ekki leggja það í vana minn að linka inn á Þingeyinga þá sleppur hann inn. Hann þekkir nefninlega Birgittu Haukdal söngkonu.
Það jafnast ekkert á við síðbúinn bolludag með frúnni en hún var búin að baka vatnsdeigsbollur þegar ég vaknaði kl 17:00 og það best við það var að það voru ekki bara tvær á mann eins og hjá Tóta eðalkokk frá Neskaupstað.

Flensan mín er e-ð að ágerast, kol stíflaður, beinverkir og hiti hrjá mig núna, en harkan segir mér að mæta í vinnuna.
Ég veit ekki hvort það er flensan eða e-ð annað en ég nennti ekki að horfa á Survævor eða Amacing race sem var tekið upp fyrir mig síðustu daga, kannski er það bara vegna þess að mitt fólk has been liminated from the race, John Vito og Jill.

mánudagur, mars 24, 2003

Ég er kominn með flensu, eða öllu heldur hálsbólgu og þannig óþverra, en ég læt það ekki aftra mér á að mæta í vinnuna út á Reykjanesi þar sem ekkert lát er á óveðrinu, ekki skrítið að maður veikist.

sunnudagur, mars 23, 2003

Þá er Þórdís búin að kenna mér að linka þannig að bloggið mitt er alltaf að skána.
fyrst og fremst linka ég inn á heitt elskaða kærustu mína Þórdísi og síðast ekki síst Silju sem á annars sérstakar þakkir skilið fyrir þá gullhamra sem hún lét um mig falla á síðu sinni.
Svo læt ég nú fylgja með link inn á margbrotna síðu Valla bróður.
Þá er Malasíu keppnin búin og er ég nokkuð sáttur við útkomuna. Minn maður Ralf gerði góða hluti þegar hann reif sig upp úr sautjánda rásstað og endaði fjórði en stóri bróðir hans var ekki að gera góða hluti, byrjaði á því að keyra utan í Trulli í fyrstu beyju og eyðilagði keppnina þar fyrir mörgum, hans tími er liðinn.

föstudagur, mars 21, 2003

Synd að Coca Cola skuli bjóða upp á American Idol.

Ég er ekki alveg að fíla American Idol. Að það skuli vera hægt að gera allan þennan skrípaleik í kringum þessa vitleysinga.
Samt ligg ég fyrir framan sjónvarpið og hlust á þessa "fögru" tóna, munaður labtopsins, ég get farið hvert sem er í íbúðinni með hann og símasnúran í eftirdragi.
coca cola sponsorar idolinn svo við tölum nú góða ísl. sem fær mig til að hreykja mér á því að ég var að fá mér fyrsta kókglasið í 2 daga núna rétt áðan, en það er svolítið stökk fyrir mann eins og mig sem fer létt með 2 lítra með einum survivor og The amazing race.

fimmtudagur, mars 20, 2003

Já þá er þessi dagur að kveldi kominn.
Bloggið mitt farið að virka, en ég var í vandræðum með að fá það til að virka til að byrja með.
Burt séð frá yfirlýsingum á starfi mínu í síðustu færslu þá gleður mig að segja frá því að ég hóf störf hjá Jarðborunum aftur í dag, en ég þurfti leiður að hverfa frá vinnu þar um áramótin þegar loðnu þurfti að fiska, með jú nokkurri öfund félaga minna á þjónustustöðinni.
Ég semsagt mætti í morgun því nú er að hefjast borun á Reykjanesi, því veðravíti, og ráðlegg ég engum að heimsækja þennan krika nema þá einungis til þess að hoppa upp í flugvél og í sólina en dagurinn var týpiskur með hávaða roki og rigningu.
Ég ætla nú ekkert að vera að velta mér upp úr því maður á eftir að vera svo marga svona daga þar.
Það sem efst er í huga mínum um þessar mundir eru þó skemmdavargar miðbæjarins t.a.m. skemmdir á bílnum mínum og á stjórnarráðinu, en þar sem samkeppni er komin í bloggið á heimilinu ætla ég ekki að tyggja söguna um bílinn hér heldur bendi á Þórdísi, þar sem málið fékk ýtarlega umfjöllun. Jú og náttúrulega Formúlan sem er núna um helgina og bíð ég spenntur eftir að sjá hvort Ralf endurtaki leikinn frá því í fyrra þegar hann rúllaði upp Malasíu keppninni.
Jæja það er best að fara að hvíla sig fyrir morgundaginn sem verður strembinn, ég þarf að sækja Torfa kl:0630 og svo verður mastrið reist á jarðbornum Jötni.

þriðjudagur, mars 18, 2003

Jæja gott fólk, hvað haldiði? jú Einar hefur ákveðið að byrja að blogga.
Þessi dagur þótti ákjósanlegur til að hefja þá iðn, því merkis dagur þar á ferð, kauði er jú fæddur þennan dag 18. mars 1980. Og hvern hefði órað fyrir því þá að þessi litli engill með ljósu lokkana ætti, akkurat 23 árum seinna, að hefja skriftir á internetið, við mismiklar undirtektir býst ég við.
En eins og flestir sem mig þekkja vita, þá verður erfitt fyrir mig að halda úti óslitnu bloggi sökum starfs míns, sem felst í löngum og ströngum fjarverum frá fjölskyldu og vinum, svo dögum og mánuðum skiptir á hafi úti án allra nútíma þæginda, svo sem www.internetið.
Hver veit nema maður eigi eftir að sjá í framtíðinni, einar@sjó.is