þriðjudagur, júlí 08, 2003

Góðir hálsar og aðrir líkamshlutar, ég er farinn til Afríku.Klukkan 18 í gær var mér tilkynnt að ég væri að fara kl:07 í morgun svo ég skrifa þetta eins og ég sé farinn því ég verð það þegar þú lest þetta. Veit ekki hvernær næsta færsla kemur inn, kannski eftir 2 mánuði kannski eftir 1, kannski seinna í dag frá internetkaffi á Canary.
Það mun ríkja mikill söknuður og blogga ég í huganum til að deyfa sársaukann.
Vil ég benda á að Þórdís mín verður minn fulltrúi heimafyrir, ég á eftir að sakna hennar.
Góðar stundir.

mánudagur, júlí 07, 2003

Búinn að plokka úr mér stý(í)rurnar með plokkaranum hennar Þórdísar og nokkurnveginn kominn á ról. Eina sem er eftir til að geta sagt að maður sé kominn á ról er að fá sér kóksopa, sígó, fara á klósettið og svo í sturtu. Þá er ég eins og nýfædd rokkstjarna á leið til Afríku.
Snoozaði símann í klukkudíma, sem sagt á 6mín fresti frá 10-11 og dreymdi á meðan að ég væri að hjálpa einhverjum gaur í template-inu og líka að ég rakst á gamlan vin og hann þekkti mig ekki.
Best að hefjast handa.
Seint blogga sumir en blogga Þó.

Mig langar að byrja á því að þakka góðar viðtökur á liðnum dögum, hvert aðsóknarmetið fellur á eftir öðru.

Ég stend á skýum þessa daganna þar sem mínir menn Williams eru að eru að slá gullhamra víðsvegar um heim. 2faldur sigur 2var í röð Ralf 1. og Montoya 2. Ralf stefnir á heimsmeistaratitilinn.
Þórdís var ekki ánægð með liðskipun mína í dag þar sem ég neiddi hana næstum því til að klæðast Williamsbolnum sem ég gaf henni svo við gætum verið eins. Sannir stuðningsmenn við. Þess má geta að það verður þjóðhátíð í Barcelona í lok apríl á næsta ári þegar ég flykkist með alla sem vetlingi geta valdið á Catalonya brautina að hvetja Ralf áfram. Takið daginn frá Frikkx og Sús.


8 Mile skoraði ekki nema svona 2,5 af 4,7 mögulegum hjá mér. Við Þórdís kíkkuðum á hana áðan, bara ein battl keppni hjá honum og that´s it, en hann battlar góðar rímur hann má eiga það.

Sluffsuðumst annars bara mest í dag, kíktum upp í Básbryggju til Þórs og Helgu, sáum nú lítið af Þór þar sem hann var svo heillaður af nýja þurkaranum þeirra Olgu og Ragga (það er hægt að viðra í honum.) Líka ljós inní. það var gaman. Fengum fullt af bakkelsi og kaffi. Þvínæst lá leiðin allaleið í Bólstaðarhlíð c.a 23. þar sem gestgjafar hurfu fyrst út og svo , án þess að ég tæki eftir, inn aftur í rúm. Eyddum mestum tíma í að taka til í tölvunni, setja alla tónlist á samastað, my music, svo við getum troðið hennar 700 lögum á 4 diska og tekið með til Spánar og hlustað á í nýja heimabíóinu, spilar nefnilega mp3.

Komum heim svona uppúr 21:00 og var þá hafist handa við að matreiða kjúklínginn sem fór inn í ískáp á föstudag.
Það drógst e-ð á langinn og varð hann hálfgerður gúmmíkjúklingur og borðuðum við um kl 23:00. þá var ekkert að landbúnaði annað en að fara og skila 8 mílunum, en það er ákveðin kaldhæðni í því þar sem ég þurfti að aka um 346 mílur til að skila henni, úr 101um upp í 254a eða what ever grafavogur er.

Og hér er ég nú og þessi dagur að enda kominn. Eða að byrja ölluheldur þar sem það kemur ekki nokkur maður til með að lesa þetta þar til á morgun, það er sko nóg að gera á morgun ég nefninlega held að ég sé að fara til Afríku hvað á hverju vonandi einhvertíman í þessu lífi.

laugardagur, júlí 05, 2003

Dagurinn er búinn að vera langur. Slatti af þynnku að hrjá kroppinn sem þurfti að burðast með eina búslóð milli íbúða.
Nenni út í sjoppu eftir Kóki, ekki þórdís heldur, hvað eigum við að gera. Það virðast allir ver í bloggfríi núna um helgina, enda mesta ferðahelgi árssins. Fórum í gær og keyptum handa mér spánarföt, sem ég er mjög ánægður með, kannski ég fari í þau á eftir ef ég nenni að standa upp og fara út í sjoppu. ooooohhhhhhhh.
hvort er betra að segja brjóstsviði eða brjóssiði?
Það er kannski óvenjulegt að blogga á þessum tíma en þannig er mál með vexti.
komum heim og hún var svo snögg að sofna að ég ákvað að blogga.

hversu despret getur ein manneskja verið að komast til fyrirheitnalandsins.
hvað þýðir það þegar manneskjsa er farinn að skrifa SPAIN undir á depetkorta kvittunina sina.

jæja kl: er 0438 ég er dauðþreyttur. hvað er ég að gera hér núna, best að fara að leita sér að kóki og kókflöskuís.

föstudagur, júlí 04, 2003

Er ég eini sem hef fengið svona e-ð nýtt útlit á blogger.com, var ekki svona í morgun.
Þá hef ég hafið framleiðslu á litlum kókflöskum úr ís, en nýja ísmolaboxið er komið í frystinn. Get ekki beðið eftir að henda einni flösku í kókið.

Undirbúningur missionsins "pargedo listo" var greinileg vanhugsaður. Er komið var á 1 vegg og annan og annan og annan þá vantaði uppá um 110,6 cm á hornvegg svo þegar ég var búinn í landsbankanum fór ég og fékk mér einn og hálfan meter af lista og var að klára það núna. "Mission completed" hed back to camp.

Fékk mér 85 Evrur, þorði ekki að fá mér meira ef ég skyldi lenda í tollurunum á Máritaniu. þess má geta að Máritania er beint fyrir neðan Marroco. En áætlun hefur breist þar sem ég fer ekki á sun heldur á þriðjudag.

Fór og náði í bílinn á söluna í gær og lent í því neiðarlega atviki að ég setti í gang og fór svo afturfyrir bílinn og opnaði skottið til að setja línuskautana mína inn, þá tók bílhlev. upp á þvi að reyna að renna yfir mig, og ég bara í öðrum skónum gerði allt sem í mínu valdi stóð til að hindra sjálfstæða för bílsins, en allt kom fyrir ekki, máttar mínir dugðu ekki svo ég varð að kall á aðstoð staurs nokkurs sem stóð fastur nálægt og hjálpaði hann mér að stoppa bílinn. Gat ég ekki séð að nokkur maður hafi orðið vitni að þessu mér til ánægju , nema jú auðvitað staurinn.

Staurinn hefur það eftir atvikum. (Frikkx. 30.06.´03)

Við Dísa erum að fara í grill til mömmu og pabba í kvöld svo ég setti bara kjúklinginn, sem Dísa tók út úr frysti í gær, aftur inn í ískáp. Hann er ekki úr gúmmíi(Frikkx. 01.07.´03), bara ísmolabakkinn er úr rauðu gúmmíi.

Hvað næst, jú þrífa ofninn, Þórdís er svo dugleg að gefa mér verkefni til að mér leiðist ekki á meðan hún er að vinna.
N´una er eg i landsbankanum að kaupa gjaldeyri, sniððugt, er að biða eftir að millifærsla þordisar komi inn.

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Sjálfur nokkuð ný vaknaður.
Nú er sko kominn tími fyrir suma og vakna, taka upp script type="text/javascript" bókina sína og bjarga Skjóðumálum landsmanna, þau er að hruni komin.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Eiður er jaxl....

Nenni eiginlega ekki að blogga núna. Bíllaus.
Hugsa að ég fari bara og fái mér kók og sígó. Þyrfti reyndar að fara út í sjoppu þar sem það er hvorki til kók né sígó.
No ice in iceland, sagði túristi um daginn þegar hann fékk ekki klaka í sjoppunni. Hvað er málið með veðrið, spáir rigningu til aldamóta....
Opinberlega sagt í sjónvarpi Auddi kúkar bara í hárin á rassinum á sér.
Hér
Ég fór út með nýju verkstjóraleðurmöppuna mína í fyrsta skipti í dag.

Þórdís er búin að vera að gera grín af mér með hana síðan ég keypti hana, en sá eini sem hefur skrifað í hana er hún, samtals 3 A4 blöð. Hún (taskan eða mappan) er með fullt af hólfum og innbyggðri reiknivél og A4 blokk og rennilás til að loka henni.


Hún er úr brúnu Uxa leðri.

Er að klára verefni í dag sem ég hef unnið að í tæpt ár, setja parketlista á sv.herb. Ég held ég sé búinn að skipuleggja mig nógu vel til að ráðast í framhvændir.
Hvað finnst ykkur er ekki lo-fi aðeins sverari en Þórdís, þar ég ekki að víxla?
Það er e-r farinn að koma inn á síðuna sem markar hann US Goverment, Búss held ég.
jæja nú er ég farinn að sofa.
Feðgar sýndu bílnum áhuga í dag en ekkert meira en það. Hvar er einhver vitlaus 19 ára strákur nýkominn af sjó sem er nógu vitlaus til að kaupa þennan bíl eins og á sínum tíma.
Kemur í ljós. Þarf að leggja parketlista í fyrramálið svo það er best að knúsa bara Dísina og gelipa svo bara lokbráinn.
Loksins að það gefst tími til að blogga, var að koma heim núna (02:05), var að kíkjá bílinn, hann var ekki inn í sal heldur stóð úti.
Nei nei renndi bara við á leiðinni heim, var að sækja pabba út á kef-völl, var að koma frá Máritaniu.
Það var nú saga að segja; eftir að hafa verið þrigt upp í stórgríttan varnargarðinn við höfnina af littlum álbát þar sem hópur af littlum máritönum hjálpuðu þeim að príla upp með töskurnar, var þeim tilkynnt að þeir væru seinir í flug.
Eftir 5 tíma bið á flugvellinum, þar af 1 inn í flugvélinni (sem var yfirbókuð) í 50 c hita og littlu munaði að einum yrði hent út því sætanúmerið var ekki til í flugvélinni, hófst þó loks flugið, efir 1200 m tilhlaup. Engar öryggisreglur þuldar upp fyrir flugtak og eini blævængurinn sem völ var á var ælupoki sem var í öðruhverju sæti.

Tollverðirnir í Maritaniu pota ekki upp í rassa eins og þeir íslensku heldur taka mann bak við tjald og spyrja hvor maður eigi peninga og ef þú neitar fara þeir bara oní vasana og ná í þá......

Mig hlakkar til.

Þess má geta að farangurinn skilaði sér ekki til íslands!

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Er ég sagður mikill 101 plebbi! það er því ekki leiðinlegt að segja frá því að ég var að stofna gjaldeyrisreikning og númerið er jú viti menn 101-101.
Hitinn hækkar stöðugt þessa stundina í Barcelona, skrítið miðað við að það náttar. ég er farinn niður á bílasölu að ath með bílinn og svo að sofa. Kv.
Einar.
Það er kannski full seint að koma með þessa færslu núna þar sem nýr dagur er kominn.

En þetta er hamingju dagur hjá mér þar sem vinur minn Ralf er 28 ára í dag ( 30.júl) Sendi ég honum og fjölskyldu hans innilegar hamingju óskir í tilefni dagsins. (fékk mér einn sopa af eplasnaffsi honum til heiðurs.)

Er búinn að taka 2 hringi á bílasöluna í dag að skoða bílinn minn, ég sakna hans, og á eftir að fara aftur á eftir svona um kl 1. Bara til að ath hvort þeir hafi sett hann inn. (úpps eftir einn ei aki neinn.)