þriðjudagur, október 12, 2004Það er sem vetur sé kominn hér í Barcelonaborg. Hiti 20°C og hægt að sofa með allt lokað (hefði skrifað með allar hurðir og glugga lokaða, en þar sem ég er ekki viss hvort maður skrifi hurðir eða hurðar sökum þess að Þórdís er alltaf leiðrétta mig í þeim efnum þar af leiðandi er ég í stökustu vandræðum með að muna hvort það er.)
Allavega þá nóg að gera hjá manni, jólagjafa kaup kominn á fullt þarsem ég kem nú væntanlega ekki heim af sjónum fyrr en kannski á þollák.
Svo er ég hér með orðinn opinber rótari í tónlistarheiminum. sökum þess að grúbban er ekki svo íkja tækjamikil þá var mér ekki hleypt með í Túrinn sem er planaður á næstu dögum. Sé þó alfarið um undirbúningsvinnu.
Hérna má sjá hvernig þetta byrjaði allt saman og svo verður sett inn ný þegar verki er lokið og brúppan tilbúinn að fara af stað.


 Posted by Hello

Engin ummæli: