fimmtudagur, september 30, 2004

Góðan dag....

Það er nú alveg kominn tími á alvöru færslu héðan úr catalonyu héraði...
Sá á mbl.is að að það er 9°C og rigning í Reykjavíka að svo stöddu, þannig að mér leiddist ekki koma heim á 1/4 buxunum mínum hálf sveittur með eina mynt plöntu í poka. Sól og 27°C.
Var að koma úr barnapíulabbi með henni Þórdísi og Aliciu þar sem við gáfum dúfunum kex og vinkuðum mörgum listamönnum.
Er hálf íllt í hægti löppinni eftir að ég datt á línuskautum í gær. Tók mig til í gær, þar sem Dísin er bara alltaf hreynt að vinna, að skella mér uppí ólympíu þorpið þar sem er víst voða markt að sjá. þetta var voða gaman og ég held ég hefi verið um 40 min að lína mér upp eina lengstu brekku í heimi. Það var voða margt að sjá og skoða og svo var ég svo þreyttur þegar ég kom upp á toppinn á þessu fjalllendi sem þorpið er á að ég gat ekki hugsað mér að renna mér niður og tók kláf.

Ég er enn að reyna að ná mér eftir einhverja svakalegustu flugeldasýningu sem ég hef á ævi minni séð... en hún var haldin við strandlengju BCN vegna slits Forum hátíðarinnar. Sýningin var samin af Group F. sem sá meðal annars um flugelda á olympics 92 í BCN og lýstu upp effel turninn á aldamótunum. Það tók góðan tíma að koma sér á staðin sem endaði í troðfullum sporvagni sem varð rafmagnslaus. En okkur tókst ásamt nokkur hundruðþúsund öðrum spánverjum að komast niður á strönd þar sem aðal svæðið var, en sýningin spannaði hins vegar nokkurhundruð metra með fram ströndinni (skotið upp á hafi úti).
Miðað við að meðalstór sýning á íslandi sem spannar 10 mín kosti um 10 miljónir þá var þarna í minnsta lagi skoðið upp 200 miljónum, alltaf þegar maður hélt að þetta væri að verða búið kom bara stærra og meira, non stop í 30 mín........


Og allt var í takt við tónlist Posted by Hello

endalaus reikur myndaðist Posted by Hello

Svona leit strandlengjan út. Posted by Hello
Eftir sýninguna, var ekki annað hægt en að labba allaleið heim sökum þess að öll umferð var stopp og nokkurhundruðþúsund manns að reyna að troða sér ofan í sömu metrostöðina, gaman gaman, tók um 2 1/2 klst.

Svo er það nú nýji meðlimur konunsgfjölskyldurinnar, hann Hósei.... hann braggast vel og kann bara vel við sig í höllinni. Honum verðu lýst nánar síðar sökum þess að spenntir connseilar úr hirðinni eiga eftir að koma og sjá.... (allt gert til að draga þau í heimsókn)

Er að spá í að fara jafnvel á ströndina á morgun.



Sjáum hvað þórdís segir svo?

þriðjudagur, september 28, 2004

Hvar er ég

Ég veit ekki hvað er komið yfir mig á þessum síðustu og verstu tímum, kannski er það af því að sumarið er að gufa upp sem ég læt eins og ég eigi mér ekkert líf.
Deginum í dag var t.d eytt á nærunum einum fata fyrir framan tölfuna og ekki fyrr en kl 20.00 sem ég fattaði að ég var á leið í sturtu kl 13.00, en nú var komið myrkur og konan var að koma heim úr vinnunni.
ákvað ég því að drífa mig í sturtu áður en hún kæmi að mér.
Síðastliðin vika hefur verið þannig að það er ekki ég sem reyni að ná dísunni uppúr rúminu heldur öfugt. Ég bara sef en hún komin á fætur fyrir allar aldir og reynir að draga mig á lappir.
Svo fyrir tilviljun núna áðan þá var ég að skoða komment hjá Frikkx er ég sé allt í einu auglýsingu á commentakerfinu sem er þessi:

Og þá fór ég að pæla í því, ég get þetta fyrst að hún getur þetta......

Annars er lítið að frétta.... fæ ekki nýja skrímslið til að nettengjast, annars er allt annað í lagi...
Gerði heyðarlega tilraun til að hringja í apana sem sjá um þessa tengingu hjá mér og enginn talaði ensku þannig að ég bullaði e-ð á minni frábæru lensku.... en allavega náði að komst það langt í símanum að ég var að fá samband við tæknideild auna en þar gafst ég upp, vissi að þetta þýddi ekkert fyrir mig að reyna að skilja e-ð, hvað þá þegar þeir færu að tala um einhver tæknileg vandamál. Sit enn við gömlu fartölfuna.

á hálfan kexpakka í skúffunni sem var upphaflega í eigu Tómasar að mig mynnir, og aldrei að vita nema tölfuþyrstur, kexsjúkur forritari byrtist einn góðan veðurdag til að koma hlutunum í lag.
jæja ég er farinn að horfa á punked.... eða hvað það heitir á mtv.

þriðjudagur, september 14, 2004

Í dag er tölfudagur.

Sem þýðir ekki að ég ætli að vera í tölfunni í allan dag, heldur er ferðinni heitið í vondu götuna þar sem ekki er hent steinum. Hórur á stangli hist og her, og vinnumaurar hamast á að berja á lyklaborð og hugsa bara um að komast e-ð að fá java-café. En nóg um það, pc-city here i come.
Kaupa skal nýjan skriðdreka til að geta ráðist á vefsíður óvinarinns á ógnar hraða og sprengja allt sem á vegi manns verður með 3,2 GHz-um.

Svo höfum við hjú fundið nokkuð góðan leik á netinu sem er jafnt fræðandi og skemmtilegur. sjá hér Fórum aðeins á ströndina í gær til Sitges. þar sem okkur tókst (meira samt Dísu) að brenna á húðinni. þannig að ekki er nú sumarið aldeilis búið hér á los ganamos todos tarjeta. fyrir utan þegar maður getur ekki sofið fyrir þrumum og látum sem héldu vöku fyrir okkur í alla nótt. þó sjálfsagt túristunum frá Listargili til mikillar gleði, því áður en þau yfirgáfu matarboð okkar seint í gær voru þau að dansa regndans með góðum þrumsveiflum og báðu um þetta.....
Við launum þeim seinna.

Að lokum vil ég benda á www.Ikea.is Algerlega vanmetinn stórmarkaður.

fimmtudagur, september 09, 2004

Home sweet home

Æ mig langaði til að henda inn einni færslu þar sem maður er nú vel í stakk búinn til þess.

En loks er maður kominn heim aftur, já ég segi loks, ekki það að maður hafi verið að deyja úr leiðinum heima á íslandinu góða, heldur bara hér er ég alveg að finna mig.
Maður var ekki fyrr kominn inn þegar maður þurfti hreynlega að fara að fækka fötum- úff.
En það má nú segja að nú sé þetta loks orðið svona mátulega heitt hér.

Það var alveg meiri háttar að koma út úr flugstöðvarbyggingunni og finna hverngi maður byrjaði að svitna við affall nr. 2 svo ég sé nú nokkuð nettur á því, og svo hvernig rakinn heltók allan líkaman og maður var eins þvalur og tuskan á eldhúsbekknum. Öllu verra var hinsvegar að koma heim og sjá allar litlu sætu plönturnar mínar. þetta mynnti meir á ljótar skólarústir í Rússlandi hinu góða, þvílík fjöldamorð. meir að segja kaktusarnir voru ekki að höndla fjarveru mína.

Annars af fyrsta deginum er það að frétta að við fórum og keyptum hlaupaskó á mig. Þar sem nú að verða heljarinnar átak í gangi.
Mc Donalds bara einusinni í viku og grænmeti þess á milli, (að vísu rakst ég á subway áðan sem ég hélt að væri ekki hér, þannig að maður á kannski eftir að bæta nokkrum solleis inn á viku seðilinn.)
Einnig afrekaði ég rosalegt verkefni í dag, en það var að laga málningarljósið hennar dísu minnar. en þau voru öll að gefa upp öndina beint fyrir ofan spegilinn hennar, þannig að við keyptum bara 3 stk ný. Ég held hún sé enn að mála sig (3 tímum seinna)
æ já, annars er þetta e-ð voða hist og her hjá mér.

Að lokum vill ég bara koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku vel á móti okkur á ísl. með frábærum veigum og vellýðan.
kv.
EB BCN.