föstudagur, október 29, 2004

Sló á þráðin til Frikka og Súsu, þau voru ekki heim, þannig að ég bara downloadaði báðum plötunum með Stina Nordenstam í staðin.

fimmtudagur, október 28, 2004

Góðan dag

Síðustu dagar hafa verið tileinkaðir Alias önnur sería hefur verið kláruð og þökk sé höbbnum hennar Bergþóru þá er 3 kominn af stað.

Það er spurning hvort maður kíki ekki á ferðalangana fljótlega áður en maður missir rótara starfið. Taki einn kaffi með þeim þar sem maður er nú hættur að drekkar kók.
já í dag hef ég verið kóklaus í 4 daga.

mánudagur, október 25, 2004

Loksins Loksins

Nú eru tölvumál í Höllinni komin í samt lag. Báðar með öllu því nýjasta og besta.
Vil ég koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem að málinu komu:
Frikkx = fyrir ómældan tíma, þolinmæði og sérfræðikunnáttu.
Valli = fyrir að koma með það allra nauðsinlegasta frá ísl.
Helgi = fyrir allt dótið og ráðgjöf í gegnum MSN
Þórdís = fyrir reka á eftir mér en samt skilningsríklega.
Súsa = fyrir að gefa tíma af Frikkx.
Palli = fyrir comment.
Jose = fyrir andlegan stuðning
Begga = fyrir að vera til staðar þó hún vissi ekkert hvar Frikkx var
Mikill stemmari var um helgina þegar Valli og Berglind mættu á svæðið og að sjálfsögðu var tekið lagið. Hérna eru nokkrar myndir teknar í Höllinni. þið getið smellt á myndirnar til að fá þær stærri.








miðvikudagur, október 20, 2004

Svei mér þá ef Barcelona skynjar ekki bara að það eru að koma íslendingar á morgun.
Ég rétt skrapp út í banka og viti menn, það kostaði stóra svitabletti í bolinn undir hendurnar og rönd niður bakið.... úff.
Ég tek til baka það sem ég sagði með að sumarið væri búið. Í dag er 26°C og var nú ætlunin að koma við hjá lo-fi eftir bankann en ég einfaldlega varð að komast aðeins í svalann í íbúðinni og kæla mig niður.
Svo held ég bara áfram brýst inn til lo-fi og stel það ýmsu, spurning hvort ég komi við í dýrabúðinni og finni turtlu handa jose, hann var e-ð að kvarta í gærkveldi þegar hann horfði á eftir okkur Dísu inní herbergi.
Já svo ég haldi nú áfram með þessa ísl.komu þá er bróðir minn ásamt kærustu og Pétri Jóhanni Sigfússyni að koma á morgun í helgarferð. Stefnt er að sýna þeim höllina, njóta góðs matar með þeim, spurning með La Polp sem er staður í húsinu okkar sem er alger snilld, svaka flottur og hægt að fá for-, aðal- og eftirrétt með víni fyrir um 2000 ísl kr. geri aðrir betur. Hver veit nema við förum svo ekki með þeim í Port Aventura garðinn aftur og ég nái í annað ljón. Ég kannski vel frekar e-ð annað núna t.d. 5 m langan snák þar sem ég er nú svo ægilega góður í hringjakasti. Hef samt ekki hitt hring á fingur Dísar enn.
jæja ég er farinn að ná mér í lit.
Sumar og baráttu kveðjur til ísl.

mánudagur, október 18, 2004

Þrátt fyrir að hafa búið hér í ár þá tekst þessum elskulegu spánverjum alltaf að koma manni á óvart.
Saga dagsins er svo hljóðandi:
Kóklaust var orðið í höllinni og konungurinn sá fram á miklar skúringar og uppvask, sem ekki er framkvæmanlegt nema að geta fengið sér pásur með reglulegu millibili (kók og sígó). Allavega þá skellti ég mér í Vodafone bolinn minn, sem bæ the way er nóg þessa daganna þar sem ég bý ekki á Eskifyriði.
Ekki er nú svaka langt út í jespac búðina mína, c.a hálf sígaretta, og þegar kóngurinn er kominn að höllinni sinni með 4 l. af kók og ætlar að reyna að komast inn í stigaganginn þá bara nei nei. Lykillinn hans passaði ekki í gatið, hann þreifaði létt á skránni og fann að hún var ný máluð og þar af leiðandi útskýrir það háfaðann sem var búinn að vera í stigagangnum í morgun. Jú það var búið að skipta um skrá.
Kóngurinn álítur strax að þetta sé nú e-ð tengt því að brotist var inn í síðustu viku og einni það að það eru komnir upp svona miðar einn snýr að götunni og á honum stendur að allar auglýsingar séu bannaðar. Hinn snýr inn og kóngurinn áætlar að þar standi e-ð í þá áttina að fá sér nýjan lykil áður en maður fer út.
Hvað á hann að gera, varla er fólk mikið að hleypa inn ókunnugum, Hvað er til bragðs. jú dingla hjá húsverðinum sem býr fyrir neðan kónginn og byðja hana að opna og jú jafnvel að fá nýjan lykil. Þess má geta að kóngurinn er nú ekki alveg kominn með apamálið á hreynt en prufar samt.

Kona: sí
kóngurinn: Hola, soy Einar de secundo primera y mi illama no funcíona, posible abrir. (kóngurinn ekki viss hvort það þýði uppi eða opna)
Kona: geh secundo primer.... ble ble ble ble blö blö illama, ble ble blö blö - Deo
(Deo = e-ð svipað og bless)
Kóngurinn: já já blessuð.

Kóngurinn labbar einn hring fyrir utan innganginn og veltir því fyir sér hverlags anks. jullar þetta eru, læsa mann úti frá eigin heimili. hvað á ég til bragðs að taka hugsar hann. Var að því kominn að skæla bara og hringja í queen Dísu. En nei nei hún er nú sjáflsagt ekki með nýrri lykil en hann.
Þetta endaði allaveg með því að kóngurinn náði í hommana sem búa fyrir ofan hann og þeir virtust skilja kónginn og voru ekki í vandræðum með að hleypa honum inn.
Sem betur fer voru þeir ekki búnir að ná að skipta um skrá á íbúðinni því þá hefði verið íllt í efni.

föstudagur, október 15, 2004

Einar á vettvangi Glæpsins

Á þriðjudaginn síðasta sátum við hjúin í tölvunni um kl 02:00 að nóttu til þegar allt í einu heyrast þessi líka svakalegu brothljóð fram á gangi. Við jú ákváðum að fara fram á gang og ath málið. Næturhrafninn við hliðiná okkur kom líka og horfðum við saman niður á 1. hæð þar sem var nú líklegast að hljóðin hafi komið frá.
Eftir dágóða stund ákváðum við bara að fara inn, þar sem við sáum nú ekki mikið líf þarna niðri, og læsa vel að okkur ef skildi vera óvættur í húsinu.
Daginn eftir þegar ljós var farið að lýsa upp stigaganginn ákvað ég að fara og kanna málið og sá þá hvar einn gluggi hafði brotnað hjá lækninum á neðstuhæð. þó ekki hægt að komast að honum nema innanfrá. Taldi ég strax að hann hlyti að hafa fokið upp hjá honum þar sem nokkur gola var.
Svo þegar við vorum að taka liftuna upp áðan með vinkonu okkar fyrir neðan sagði hún okkur það að á umrætt þriðjudagskvöld hafi verið brotist inn til dr unlucky og vildi hún að við snérum 2 hringi þegar við læsum að okkur á kvöldin sem og að íta vel á útidyrahurðina þegar við komum heim, svo hún lokist örugglega.

Fórum í gær að kveðja Lo-Fi fólkið. hjálpuðum þeim að klára úr ískápnum. Svo kom stóra stundin þegar átti nú að setja hljómsveitina ofan í kassann. allavega ég hef aldrei séð mann standa ofan á tölfu áður!!
vonum að Lo-Fi seti inn myndir af því, nóg var tekið og helgið.

fimmtudagur, október 14, 2004

Ekki voru allir hrifnir af klummunum þannig að ég hef ákveðið að koma hér með allra endanlega útgáfu af repair og the lo-fi box. Fyrir áhugasama þá bendi ég á að á laugardaginn 22.octóber á búlu sem heitir 11 verður kassinn live í notkun. Spurning hvort að hann verði til sýnis efitr tónleikahald.

Dagurinn í gær var alveg ljómandi og ekki vantaði stemmarann. Sumarið ákvað að gefa sig einn dag í viðbót og fengum við þessalíka rjómablíðu, sem betur fer því að í fyrsta tækinu sem var svona bátur sem fer e-ð upp og svo dettur hann ofan í vatn og rennblotnar. Ekki nóg með það heldur er brú yfir leiðinni sem báturinn fer og þar eru staðsettar stórar vatnsbyssur þar sem gestir og gangandi geta sett 1€ í sprautað á fólkið í bátunum. Þess má geta að ég var hundblautur í lok ferðar. Þökk sé sumri þornaði maður fljótlega.
Svo var það náttl. Hinn skvakalegi Dragon Kahn sem er rússibani af bestugerð og fékk gannir og allt sem inní manni er til að fara af stað, hann er eins og þessi nýji í tivoli köben nema bara um 6 x lengri ég fór 3svar. Svo má ekki gleyma hringjakastinu sem gaf mér gjöfina hennar dísu "sjá hér" Líkurnar á því að hitta er sennilega svo sára litlar að það fór allt í fát þegar EB náði að kasta einum hring utan um flöskstút sem er c.a jafn breiður og hringurinn, en ég er snillingur eins og þið öll vitið.
En nú þarf ég að fara að skoða listan sem dísa skildi eftir handa mér, svona what to do list

miðvikudagur, október 13, 2004

Jæja þá er hin veigamikla peningasóun ekki lengur talin peningarsóun. Því nú er hún bara víruslaus og farin að svínvirka. Við Jose höfum verið að spá í að halda gleðikaffi því til heiðurs, en hann væri alveg til að fá fartölvuna bara til sín við búrið.
Nú ættu því allir að geta talað saman í gegnum skype, msn eða hvaða heimshlutatengjara sem kominn er má markaðinn.

Hérna líkur svo hinu veigamikla verki og þar með telst mínu rótarastarfi lokið. Þó mun ég reyna að halda glaðan dag á morgun og vakna í bítið og fara í Port Aventura, sem er svona gleðigarður fullur af alskyns rennibrautum og rússibönum.

þriðjudagur, október 12, 2004



Það er sem vetur sé kominn hér í Barcelonaborg. Hiti 20°C og hægt að sofa með allt lokað (hefði skrifað með allar hurðir og glugga lokaða, en þar sem ég er ekki viss hvort maður skrifi hurðir eða hurðar sökum þess að Þórdís er alltaf leiðrétta mig í þeim efnum þar af leiðandi er ég í stökustu vandræðum með að muna hvort það er.)
Allavega þá nóg að gera hjá manni, jólagjafa kaup kominn á fullt þarsem ég kem nú væntanlega ekki heim af sjónum fyrr en kannski á þollák.
Svo er ég hér með orðinn opinber rótari í tónlistarheiminum. sökum þess að grúbban er ekki svo íkja tækjamikil þá var mér ekki hleypt með í Túrinn sem er planaður á næstu dögum. Sé þó alfarið um undirbúningsvinnu.
Hérna má sjá hvernig þetta byrjaði allt saman og svo verður sett inn ný þegar verki er lokið og brúppan tilbúinn að fara af stað.


 Posted by Hello

föstudagur, október 08, 2004

Viti menn.

ég veit ekki. ég hef ákveðið að setja ekki stóra stafi í þessa færslu. talvan er búin að missa sig, veit ekki hvort ég sé búinn að gefast upp. gerði lítið í dag. annað en að fara út í búð og djamma svo með djammþyrstum íslending sem er hér, en það er systir hinnar Alias sjúku Rakel sem var alveg sama hvernig djammið fer fram hér í BCN, en nú er öldin önnur. Hósei hefur það e-r atvikum. held hann sé búinn að jafna sig eftir steinátið og er farinn að borða eins og hann fái borgað fyrir það. og svei mér þá ef hann er ekki búinn að læra að það á ekki að borða steinana.
tók mynd áðan af bílnum sem ég sakna. hún veður byrt á morgun. æ ég elska ykkur öll.

fimmtudagur, október 07, 2004

Í nótt hringi heimasíminn kl 08:30 og viti menn, enginn svaraði sökum þess að við vorum sofandi. Er það mjög óalgegnt að fólk sem er búið að vera í fríi í 2 mánuði sofi til hádegis, (jafnvel 14:00)????



Ég vildi bara benda á að það er kominn nýr linkur inn.
Takk Frikkx.
Góða kvöldið

Hvað er að frétta? jú Allt að gerast í nýju tölvunni. þá á ég við allt.
Hún er loks orðin nokkuð nettengd og ákvað hún að leyfa um 3000 vírusum að koma sér fyrir áður en EB náði að downloada nokkrum vörnum. En nú er svo komið að það eru komin fleiri Vírusvarnarforrit inn heldur en vírusarnir sjálfir þannig að ég er að vonast til að þetta lagist nú fljótlega.
Þvílíkur munur að fara úr litlaskrjóð í þessa hvað varðar hraða. Grunar samt að fái lánaðan nýja Xp pro. frá The evil Frikkx. það er allt í skurninni.
Gaman að vera að horfa á 3 seríu að 24 sem gengur ekki út á neitt annað en að handsama vírus sem er að gera allt vitlaust og svo milli þátta tekur maður smá Jack Bauer á tölvuna. alfa 34_bravo009 field op EB un the run... En eitt er víst að ég hef lært heil mikið á tölvur í þessu öllusaman, sem er gott. jú og spænsku líka því þetta hefur kostað nokkur símtöl á nokkra agenta á spáni. Sem eru undercover fyrir spænskuCTU vírus sveitinni.
Baðaði Hósei í dag.. hann hafði gaman að því að hlaupa um í baðkarinu, meðan ég skipti um lak hjá honum og raðaði steinunum uppá nýtt og þreif dæluna.

sunnudagur, október 03, 2004

Það hefur verið staðfest hér með að um 450.000 manns hafi verið saman komnir á flugeldasýningunni miklu sem vitnað er í hér að neðan. (ég var einn af þeim) það hefði ekki verið eins flott að segja 449.999 manns.

Hósei hefur það eftir athvikum, hann er ekki enn búinn að kúka steininum.

laugardagur, október 02, 2004

Hósei.....
Hver er (J)hosei
Nýji vinur okkar er jú eins og þið sjáið á myndunum skjaldbaka.
Hann er mjög hress og skemmtilegur. Tala nú ekki um þegar kemur að því að róta í búrinu. Hann er ekki mjög hrifinn af því að maður sé að ónáða hann óþarflega mikið.
Hann virðist hafa rógast mjög við að fá Frikkx frænda í heimsókn áðan því hann er búinn að sofa á klettinum sínum síðan þau fóru.
Hann borðar aðalega þurkaðar litla lirfur en reynir samt að borða allt sem er á vegi hans t.d hef ég smá áhyggjur af þvi að hann stíflist fljótlega því ég sá hann vera að gomma í sig grjóti í gær og svo réðst hann á gerfi plöntuna þar næst.

Planað er að kaupa eina yngismey fyrir Hósei fljótlega svo hann verði ekki einmanna.

Hósei á hátindi lífssíns. þarna skríður hann upp til að ná sér í orku. Posted by Hello


Hósei að slappa af í nýju umhverfi Posted by Hello