fimmtudagur, september 30, 2004

Góðan dag....

Það er nú alveg kominn tími á alvöru færslu héðan úr catalonyu héraði...
Sá á mbl.is að að það er 9°C og rigning í Reykjavíka að svo stöddu, þannig að mér leiddist ekki koma heim á 1/4 buxunum mínum hálf sveittur með eina mynt plöntu í poka. Sól og 27°C.
Var að koma úr barnapíulabbi með henni Þórdísi og Aliciu þar sem við gáfum dúfunum kex og vinkuðum mörgum listamönnum.
Er hálf íllt í hægti löppinni eftir að ég datt á línuskautum í gær. Tók mig til í gær, þar sem Dísin er bara alltaf hreynt að vinna, að skella mér uppí ólympíu þorpið þar sem er víst voða markt að sjá. þetta var voða gaman og ég held ég hefi verið um 40 min að lína mér upp eina lengstu brekku í heimi. Það var voða margt að sjá og skoða og svo var ég svo þreyttur þegar ég kom upp á toppinn á þessu fjalllendi sem þorpið er á að ég gat ekki hugsað mér að renna mér niður og tók kláf.

Ég er enn að reyna að ná mér eftir einhverja svakalegustu flugeldasýningu sem ég hef á ævi minni séð... en hún var haldin við strandlengju BCN vegna slits Forum hátíðarinnar. Sýningin var samin af Group F. sem sá meðal annars um flugelda á olympics 92 í BCN og lýstu upp effel turninn á aldamótunum. Það tók góðan tíma að koma sér á staðin sem endaði í troðfullum sporvagni sem varð rafmagnslaus. En okkur tókst ásamt nokkur hundruðþúsund öðrum spánverjum að komast niður á strönd þar sem aðal svæðið var, en sýningin spannaði hins vegar nokkurhundruð metra með fram ströndinni (skotið upp á hafi úti).
Miðað við að meðalstór sýning á íslandi sem spannar 10 mín kosti um 10 miljónir þá var þarna í minnsta lagi skoðið upp 200 miljónum, alltaf þegar maður hélt að þetta væri að verða búið kom bara stærra og meira, non stop í 30 mín........


Og allt var í takt við tónlist Posted by Hello

endalaus reikur myndaðist Posted by Hello

Svona leit strandlengjan út. Posted by Hello
Eftir sýninguna, var ekki annað hægt en að labba allaleið heim sökum þess að öll umferð var stopp og nokkurhundruðþúsund manns að reyna að troða sér ofan í sömu metrostöðina, gaman gaman, tók um 2 1/2 klst.

Svo er það nú nýji meðlimur konunsgfjölskyldurinnar, hann Hósei.... hann braggast vel og kann bara vel við sig í höllinni. Honum verðu lýst nánar síðar sökum þess að spenntir connseilar úr hirðinni eiga eftir að koma og sjá.... (allt gert til að draga þau í heimsókn)

Er að spá í að fara jafnvel á ströndina á morgun.



Sjáum hvað þórdís segir svo?

Engin ummæli: