sunnudagur, apríl 27, 2003

Voðalega er maður duglegur að skrifa núna í dag.
Mig langaði að deila með ykkur enn einni sorgarsögunni af bílhræinu mínu, en þannig er mál með vexti að aðeins vantar nú tjón á húddið þá er hann tjónaður allan hringin.
Í gær gerðist sá leiði atburður að ég ók inn Reynimel og stöðvaði til að hleypa þeim systrum út og þegar þær eru loksins komnar upp á gangstétt finn ég hvernig ég fæ stuðara inn í mjöðmina.
Hefði sá ágæti maður sem þar var á ferðinn bara litið afturfyrir sig (en hann var að bakka út úr bílastæði sem liggja skáhalt meðfram einstefnu götu ) hefði ekki komið til þessa leiðinda þar sem ég gat nú ekki verið meira fyrir honum og ekki skil ég hvernig þetta er hægt. En aldrei gleymi ég orðunum sem féllu þegar hann hrökklaðist út úr bílnum
"FARI ÞAÐ Í HEITASTA HEL......."

Engin ummæli: