þriðjudagur, apríl 15, 2003

Rosalegt slúður sem ég var að heyra.
En leikaraparið úr áðurnefndri mynd DareDevil, Ben Affleck og Jennifer Garner eru sögð vera farin að skjóta ástarörvum til hvors annars, J-Lo til mikilla ama.
Það á ekki að kelligargreyinu að ganga, Lopez þar að segja.

Annars er það af manni að frétta að ég er einn heima og veit varla hvað ég á að mér að gera.
Ég tók tvö pólitíkusarpróf í dag, annarsvegar afstaða mín til flokkanna þar sem kom í ljós að ég er jafn fylgjandi framsókn, Vinstri grænum og ohhh man ekki hver sá þriðji var, sem annars kom mér á óvart, en gaman að vita hvar maður stendur.
Hinsvegar var það "hvaða stjórnmálaleiðtogi ertu" þar sem kom í ljós að ég er enginn annar en Steingrímur J. eins og sjálfsagt flestir aðrir sem taka þetta próf, en þess má geta að prófið er að finna á síðu ungra vinstri grænna og er það væntanlega sett upp af ungum vinstri grænum því maður þarf að vera nokkuð óeðlilegur til að svara þannig að hljóta annan titil en Steingrímur J.
Svo ég hef dæmt þessa könnun óhæfa.


Engin ummæli: