mánudagur, apríl 28, 2003

Af löggum og bófum

Mín reynsla af lögreglunni um þessa helgi er ekki alveg samskonar og hjá honum Stefáni. En það var einmitt þannig að á aðfaranótt laugardags er við hjúin lágum upp í rúmi, alveg að detta í draumaheiminn, þegar þessi líka læti heyrast úr nágrenninu. Fyrstu viðbrögð manns eru jú að kíkja út um gluggan og ath með Bemman, sem virtist vera í góðu lagi, en ekki sáust nein ummerki um mannferðir í nágrenninu svo ég henti mér í fletið aftur.
Eins og áður hefur komið fram var keyrt á mig á laugardaginn og skýrsla gerð og auglýsingarskilti hent í bílinn skömmu áður og rispuð hliðin fyrir áramót. Allavega þegar ég fór að kanna hvernig gengi með lögregluskýrsluna í sambandi við auglýsingarskiltið kom í ljós að lögreglan hafði logið að mér lengi því skýrslan var löngu tilbúin, en annað var mér alltaf sagt þegar ég ath.
Svo fyrst skýrslan var klár var næsta mál á dagskrá að ræða við sjoppueigandan, það vildi svo til að hann var akkurat að labba inn í sjoppuna þegar ég kom þangað, og ég tilkynnti honum að hann þyrfti að gera aðra skýrslu og koma á TM. Þá sagði hann mér að hann væri einmitt að fara þangað þar sem það hafði verið brotist inn til hans (í sjoppuna) á föstudags nótt. Þar erum við kominn hring, sem sagt ég hefði átt að kanna málið betur því ég hefði getað gómað bófana þarna.

Engin ummæli: