sunnudagur, apríl 27, 2003

S.H.R

Ég hef uppgvötað ágætis afþreyingu í nágrenni mínu en það er Sundhöll Reykjavíkur.(endilega skoða)
Ég fór á föstudag til að kanna þetta mannvirki og verð ég að segja að það kom mér á óvart hvað þetta er alveg ágætis.
Lét ég líða úr mér í 41°c heitum pottinum og svo var veðrið svo gott að ég fór upp á sólbaðsaðstöðuna þar sem ég lagðist niður,svitnaði meira að segja, og sofnaði svo í góðar 20 mín.
Nú er ég líka nýbúinn að endurtaka leikinn og er ég eins og nýr maður, nýkominn úr sundi.

Engin ummæli: