Dagur blekkinga var í gær, og blekkir margur náungan, en verð ég að dást af og deila með umheiminum að sá eini sem náði að blekkja mig er enginn náungi minn, og átti ég síst von á að verða svikinn af þessum einstakling.
Ég semsagt sat hugsi í vinnu minni þegar veðurfréttir hófust í kvöldfréttum þá kom þessi fína veðurspá fyrir daginn í dag eða áttleysa og heiðskýrt og hiti á bilinu 12-19°c, krossbrá mér við þessa heyrn, en hún var fljót að leiðrétta þetta spaug með slyddu spá og roki. Þarf ég ekki að segja hversu hálvitalega mér leið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli