miðvikudagur, apríl 09, 2003
Mikið var kunna einhverjir að segja núna, en vegna mikilla anna síðustu daga hefur bloggið setið á hakanum, en nú gengur þetta ekki lengur.
Efst í huga manns þessa daganna er jú ný afstaðin formúlu keppni, sem er jú söguleg að mörgu leiti, en úrslit leggja ekki fyrir ennþá.
Þrátt fyrir magnaða keppni er ég ósáttur með framistöðu míns manns Ralf, en hann á ekki sjö daganna sæla í upphafi tímabilssins ekki bara á brautinni heldur virðist einkalífið farið að setja strik í reikninginn líka.
Samkvæmt heimildum er eiginkona hans Cora sögð í tygjum við annan mann (nánar).
Burt séð frá því þá er nú gaman frá því að segja að kallinn fer bara í frí að laugardagskvöld og er hann að spá í að gera sér glaðan dag, eða ölluheldur kvöld, og er stefnan sett á ölhús miðbæjarins. En þeir skemmtanasjúku íslendingar eru sjálfsagt farnir að sakna mín út á lífinu, en það má telja mánuðina á fingrum báða handa hvenær ég fór síðast í svoleiðis ferð.
Tími til að fara að hátta sig, því dagurinn á hefst kl: 0545.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli