miðvikudagur, október 01, 2003

morguninn

09.00: Vaknað með bros á vör, litið yfir Þórdísi og brosað enn meir.

09.10: Fer í föt, ef Frikki skyldi enn vera heima eins og í gær, þá sagði hann við
sjálfan sig í hljóði Nakti maðurinn

09.11: Gert þarfir og skolað úr tönnum.

09.20: Haldið eftir Consell de Cent með það í huga að hitta bankakonuna á fundi milli
09 og 10.

09.25-12.10: Bíð í ég í græn stíleseraðum Barclay´s Bank í þeirri vona að það sé e-ð
að marka bankakonuna, sem heldur mér heitum með því að segja að
Valliðsé alveg að koma. alveg frá 9.25 - 12.10.......

12.10: Ég og Bankakonan förum í göngutúr um Barcelona.

12.20: Förum inn í stórt hús og saman inn í liftuna upp á aðr hæð. Þaðan er ég svo
leiddur inn í stórt og virðulegt herbergi. Fullt af miðaldra konum koma til mín
og segja e-ð fallegt við mig á spænsku og ég brosi bara til þeirra held áfram
láta mér líða eins og ég sé að kaupa 75% hlut í eignarhaldsfélaginu
Barclay´s Corp.

12.25: Bankakonan byrtist með þessum stóra myndarlega lögmanni og heldur hann á
doðranti í hendinni sem ég álít sögu eignarhaldsfélagsins Barclay´s Corp. og
Skrifa ég undir einhverjar 20 bls.

12.36: Eftir að hafa skrifað nafnið mitt 20 sinnum héldum við bánkakona út á götu
þar sem við hvöddumst með handabandi og hélt ég mína leið til að reyna að fá
lykla af Mallorca 211.


kvöld

18.00: Lyklar loks í réttum höndum.

19.30: komin í helloween búðina að gera klárt fyrir ammarann á fös. kaupum allskonar
djöfladót. og gaddaól á mig utan um hendina og yfir löngutöng.

21.11: Er að blogga og súsana komin heim. hlusta á David Gray nýja diskinn inn,
ælum að flýta okkur að borða til að geta farið að þrífa Mallorca.

Svona er hið hraða líf í Börsungarbæ

Engin ummæli: