mánudagur, febrúar 06, 2006

Vegna fjölda áskorana og þarfa til að koma skikki á íslenskt ritað mál, hef ég ákveðið að byrja að blogga á ný.
Það eru því gleðifréttir fyrir marga og þá sérstaklega unnendur íslenskrar túngu að ég skuli ætla að reyna að skrifa fullkomlega. Þó mun ég ekki hætta að búa til nýyrði og setja saman orðatiltæki og málshætti á borð við "Ber er hver að baki þó síðala sé".
Það er því mál að linni að með hlökkun og gleði hefjist skrift á skrift ofan uns allt rennur í þrot á ný.

Þess má til gamans geta að næstum 5000 gestir hafa kíkkað á síðuna frá upphafi frá 45 löndum og þakka ég frábærar viðtökur.


Maturinn er fyrir öllu allt er það matur í magann kemst nema holtarætur Einar.

Bestu kveðjur
Einar.

Engin ummæli: