mánudagur, febrúar 27, 2006

Dagur vondra upplýsinga

Humm... jú upplýsingar má kalla það.

En fyrri sagan er úr Breiðholtinu.
2 ungar stúlkur.. kannski ekki mikið eldri en 16 voru í gufu í Sporthúsinu á sama tíma og ég og voru þær að tala um eiturlyfjaneyslu unga fólksins í Breiðholtinu. Ekki það að ég hafi verið að hlusta sérstaklega en þá komst ég ekki hjá því að heyra að þær töluðu um að "allir hafi byrjað að dóba í verkfallinu". Enn ein hræðileg afleiðing kennaraverkfallsins og maður spyr sig, hvar liggur ábyrgðin?

Hin sagan er úr auglýsingaheiminum, en eins og flestir hafa orðið varir við þá er Og Vodafone og Stöð 2 að bjóða M12 áskrifendum sem ganga í Og1 hjá Vodafone frían heimasíma í hálft ár. Þar sem ég er uppfylli þessi skilyrði sem meðlimur í báðum samtökum þá hvarflaði ekki að mér annað en að ég væri sjálfkrafa kominn með frían heimasíma. En nei nei, ég hringdi í 1414 og spurði hvort ég væri ekki að hringja frítt en allt kom fyrir ekki, borga fullt gjald og sjálfsagt gott betur.
Sem sagt bara verið að lokka inn nýja meðlimi en ekki gera vel við dygga stuðningsmenn. Ég spurði hvort það væri þá ekki bara best fyrir mig að segja upp Og1 og fá svo aftur nýja... en þessu ágæta kellingargreii fannst það ekki sniðugt og bað mig að svindla ekki á kerfinu.

ps: ég held með Kelly pickler

og Chris Daughtry

í American Idol 5 og svo við Þórdís pínu saman með henni Katharine McPhee


Svo HÉLT ég með honum Eika dúllunni

Engin ummæli: