mánudagur, febrúar 20, 2006

Perrasaga úr Sporthúsinu

Mig langar að deila með ykkur smá sögu úr Sporthúsinu sem ekki er ætluð börnum yngri en 16 ára.
En þannig var mál með vexti að eftir að hafa púlað eins og mér einum er lagið fór ég í gufu. En gufubaðið er á sameiginlegu svæði kynjanna. Eftir að nóg var komið og líkamshiti minn kominn í 42°c fór ég út og sá þar í rassinn á ungum manni, ekki mikið eldri en undirritaður. Það sem stakk í stúf við þessa rassasjón var að hann stóð hálfur inn í kvennaklefanum. Já maðurinn var að gægjast á sportstelpurnar, og varð hann var við mig og þurfti í fáti að hverfa inn í sturtuklefa kvenna. Ég var nú ekki mikið að æsa mig við manninn heldur settist niður á stól til að kæla mig og gera mómentið aðeins vandræðalegra fyrir rauðhærða perrann. Eftir dágóða stund ákvað ég að halda í pottinn sem er á sama svæði og gott útsýni yfir inngang í klefana. Ekkert bjátaði á að rassinn kæmi til baka og var undirritaður farinn að halda að um kvenmann hafi verið að ræða og farinn að hlægja að sjálfum sér, þegar allt í einu sást rauður hárlokkur gægjast fyrir hornið og svo auga að ath hvort að vondi maðurinn úr gufunni væri farinn svo rauðlokkaði rassinn gæti hörfað heim til sín. Það var ekki fyrr en fleiri karlmenn fóru að bætast á svæðið að rauðlokkarass sá að sér og gekk með skömm og hönd fyrir rauðu andliti frá kvennaklefa yfir í karlaklefann. Þess má geta að engin óp bárust frá kvennaklefanum eins og í auglýsingunni forðum.

Virðingarfyllst
Einar B.

Engin ummæli: