miðvikudagur, febrúar 15, 2006Jæja gott fólk.. það er hálfgerð lægð í manni eins og Siggi Stormur myndi nú segja. Skólastarfið er að gera út af við mann. Ritgerð hér, próf þar og verkefni allstaðar. Rræktin þarf að vera einhverstaðar, sýna íbúð, elda matinn og sinna Dísusinni. "Hvar er tími til að blogga"
Allavega eins og úflur í gæruskinni þá er helsta áhyggjuefni þessa daga er bókin Drengene fra Sankt Petri en það er próf úr henni á næstu grösum. Þess má geta að ég hef byrjað með brandara horn á bekkjarsíðunni þar sem orðum og stærðfræði er blandað saman á skemmtilegan hátt. En dæmi um þetta má einmitt sjá hér til hægri.
En fyrir þá sem ekki skilja þá er þetta "Rótin af tré"

Gráa hrossið kveður.

Engin ummæli: