Bloggað úr sæti kennara.
Já nú sit ég við kennaraborðið í skólastofu minni sökum þess að ekki er tími að svo stöddu og ekki hef ég fartölvu eins og flestir aðrir samnemendur.
Brandarahorn Einars hefur vakið mikla lukku víða um land og heyrt hef ég að stærðfræðikennari út í bæ hafi ekki haldið vatni yfir þessu og áformaði að varpa þessu á skjá í tíma fyrir nemendur sína (áræðanlegar heimildir)
Ég vil benda fólki á að því er velkomið að commenta inn góð orð sem ég gæti skellt upp í myndrænan brandara öllum til gamans.
Nú sem stenur styttir fólk sér stundir með hengingarleik á töflu og standa leikar jafnir Skúli 1 og Anna Marín 1. Upp hafa komið orð eins og Einblöðungur, Biblía og strúur.. já bara með einu t.
Já svona er lífið skemmtilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli