Blessuð sé mynning hennar!
En hún María mín er látin, það er mynd af henni hér
En hún lést úr lungnabólgu ekki als fyrir löngu, sökum þess sennilega að kyndingin var í ólagi.
Jose hefur það fínt í dag, ánægður að vera búinn að fá pabba heim af sjónum til að þrífa búrið sitt.
Fór í dag og keypti sjálfvirkan matskammtara fyrir hann svo hann hafi nóg að éta meðan við hjú erum í London (ísl-köben líka) þannig að það er allt hið besta mál.
Held ég hafi náð mér í vott af matareytrun í Máritaniu á mánudag, en eftir að hafa þrumað uppí fjöru í gúmmíbát var ég borinn á hestbaki yfir ströndina uppá stein svo ég skemmdi ekki leðurskóna mína.. og svo Klifraði ég upp klettasilluna (sem by the way var full af áhorfendum) með ferðatöskuna mína.
Því næst var tekinn leigubíll sem var nú samt upptekinn en ég og einhver máravinur minn fórum samt um borð og fylgdum bara þeim sem var í bílnum með heim til hans og því næst lá leiðin á Hótelið, sem ég býst við að sé í eigu forsetans því veggir voru bólstraðir með myndum af honum.
Var ég nú ansi svankur eftir þetta ferðalag og stóðst ekki freistinguna að fá mér salat og kjúkling. Salatið var nú ágætis majones sull en kjúklingurinn var nú e-ð dúbíus.. veit ekki alveg hvaða partur af hænunni þetta var.. en það var mikið af auka dóti með sem voru ekki bein.
Og hef ég haft væga magakveisu eftir að heim var komið.
Annars er maður nú bara að gera klárt fyrir morgun daginn sem er nú stór..
25 ára afmæli og 2 ára blogg afmæli.
Verður haldið til London um hádegis bilið.
Hér set ég svo inn nokkrar myndir af heimahögunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli