þriðjudagur, desember 11, 2007
sunnudagur, desember 09, 2007
Jólamyndirnar í ár
Ég hef verið að útbúa jólamyndir til að koma mér í andan og jú maður þarf að klára jólastússið fyrir 21. des.. þegar ferðinni er heitið út til Kanarý.. hehe..Hvernig leggst í þig?
mánudagur, október 22, 2007
fimmtudagur, september 20, 2007
Frosti´s birthday
Frosti´s birthday
Originally uploaded by EB boy
Það ótrúlegt hvað maður getur verið krúttlegur og röndóttur.
mánudagur, ágúst 06, 2007
Nouadhibou
Can someone guess what this is :)
Originally uploaded by Gussi Jóns
Varð að ljúka viðburðarlitlu Afríkubloggi með þessari glæsulegu mynd sem flickrfriend Gussi tók nýlega af nýsökknu skipi hér í Nouadhibou "Navigator" heitir það!
Annars er ég að taka flug í fyrramálið. Það er verið að gera við flugbrautina þannig að aðeins er flogið litlum rellum? Æ maður verður að vera bjartsýnn.
Verð væntanlega í ærandi verslunarleiðangri eftir kl 15 á morgun.
Að lokum kominn í faðm fjölskyldunnar 00:30 aðfaranótt fimmtudags eftir 1768 klst aðskilnað sem er langur tími í lífi lítils drengs sem hefur lifað aðeins í 7800 klst eða tæp 23% af ævi hans. Spenningur og svefnleysi er farið að gera vart við sig.
fimmtudagur, júlí 26, 2007
Solarfilm reflction of EB boy
Solarfilm reflction of EB boy
Originally uploaded by EB boy
Jæja loks bætti ég einni mynd inn í nótt. Ég nenni nú ekki að þýða það sem stendur þar þar sem flestir lesendur hafa nokkuð góða enskukunnáttu.
Þetta er semsagt ég orðinn hálf leiður á sjómennskunni.
föstudagur, júlí 20, 2007
"Thorough approach to principles of leadership. What effective leaders do, how they think, what role integrity plays; along with unique new tools of measurement: the individual's Map of Being, and the FEET principle for leadership and management."
"Garðar Þór Cortes" nýr meðlimur Nylon
fimmtudagur, júlí 19, 2007
mánudagur, júlí 09, 2007
Annað þeirra sem í þessum skrifuðu orðum stendur í björtu báli við Chile var hér í Máritaniu við veiðar síðasta sumar og þá íslendingar þar um borð. Nú voru 2 færeyingar og allir sluppu heilir, en í fyrra tilfellinu létust 11.
Það er vissara vera vel á varðbergi, alltaf. Læt fylgja linka á fréttir og myndir af brununum.
21. apríl Hercules
9. júlí Athena
laugardagur, júlí 07, 2007
Í birtingu
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Hálfnað
Þetta hefur verið fínt barasta að segja. Búinn að raka allt hárið af mér og nýt þess (reyni) að vera í "sumarfríi" í Afríku. Lenti í því fyrir nokkru að ég sofnaði í sólbaði uppi á brú sem varð til þess að hin heita afríkusól hamraði á mér í rúman klukkutíma og hef ég notað after sun síðan þá..
Kannski ein helsta ástæða þess að ég ákvað að henda inn færslu er kannski sú að mér tókst loks að hakka mig í gegnum hið svæsna öryggiskerfi fyrirtækisins sem ætlað er að koma í veg fyrir að hinn netvæddi íslendingur noti netið, nema aðeins í þar til gerðum vinnutölvum og þá helst vinnunnar vegna. núna ligg ég, jú allt of seint, upp í rúmi með lappann að blogga og þarf að mæta til vinnu eftir 7 klst. Afrekaði það einnig í morgun, márum til mikilla gleði og rússum að ég held til ama að plögga FM957 í alla helstu hátalara niðri á millidekki. Trúið mér það er bara finndið að sjá mára dilla sér við Friðrik Ómar. Það er e-ð, ég veit ekki hvað, en að heyra líka í Heiðari Austman masa eins og hænu um allt skip færir mann einhvernveginn nær sumrinu heima.. ok já ég er grillaður sennilega.. algjör FMhnakki.. nei nei þið skiljið mig.. það væri ekki vinsælt að vera með Reykjavík síðdegis eða e-ð álíka.. hress taktur er það sem kemur mönnum í gírinn.
Í nótt verður það svo einhver rúský radio. En já hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að innan skamms tíma væru márar úti á hafi fyrir utan Máritaniu að hlusta á fm live.
Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er náttl fullt að gerast á flickr-inu mínu þar sem myndir segja meira en mörg orð þá mæli ég með þið kíkið á það.
Mánuður og 5 dagar eftir. 36 vaktir 432 vinnustundir. Pæla í rugli, fara í vinnuna og þurfa að vera 880 klst í vinnu og mega ekki fara neitt þess á milli. Sæi t.d Heiðar Austman ekki fyrir mér frá 9-12 í loftinu og vera svo bara að hanga í stúdíoinu frá 12-9.. þó þeir séu nú mikið þar með annan fótinn.
Allavega..
Held ég sé búinn að léttast bara helling á öllu þessu svínakjöts áti.. það er það eina sem maður lætur ofan í sig hérna. Tók samt með mér einn bauk af sísonall og einn dunk af hamborgarasósu frá E.Finnsson. Kemur fyrir að maður fái sér sveitta samloku í skjóli nætur.
Jæja þetta er að verða meira rausið, held ég fari að koma mér í svefninn.. áður en þeir á skrifstofunni heima taka eftir óeðlilega miklu uploadi frá skipinu og sjá að áhættu Ip-tala sé kominn inn..
Kveð að sinni og kíkið á flickrið..
Bestu kveðjur
Hakkarinn.
sunnudagur, júní 03, 2007
New it is
And there for you must now click here!
fimmtudagur, maí 31, 2007
Nýkaup
laugardagur, maí 26, 2007
Allavega þá kemur lítið frá mér fyrr en ég hef komið mér fyrir í 4 x 4 klefanum mínum til næstu mánaða og hef stungið Lan snúrunni í lappann og hver veit nema ég verði með nýja myndavél..
Þar til næst.. EB
Getraunavinner
Jæja það er nú kominn tími á að tilkynna sigurvegara síðustu getraunar þar sem ekki fleiri ætla að láta til sín taka.. en það voru Ásta og systir hennar.. jeiiii
Ekki veit ég alveg afhverju hún vissi þetta svo snöggt.. kannski hefur hún verið í 13 kjördeild Reykjavík norður og átti leið hjá þarna samdægurs.. hver veit.
Ásta getur nálgast verðlaunin til mín næstu 2 mánuði en eftir það fyrnast þau. Til hamingju Ásta.
mánudagur, maí 21, 2007
Sigurvegarinn.
Ég vil þakka þeim sem aðstoðuðu mig með val á myndum og góð comment.. nú fer ég að sofa stoltur sigurvegari.
sunnudagur, maí 20, 2007
Ingibjörg og Geir í Þingvallavatni
En ein ný í seríunni.. Mér datt strax í hug þegar ég sá þessa mynd þau Geir H. og Ingibjörgu í tilhugalífinu við þingvallavatn þegar ég reyndi að þema þessa mynd.
miðvikudagur, maí 16, 2007
Fyrsta sería - Júlí að sumri
mánudagur, maí 14, 2007
Fyrsti verðlauna borðinn
þannig að myndasmíðinni fer fram.. en nú er ég einmitt að vonast eftir gullborðanum í landslaghugans keppninni..
Sem sagt.. þið sem voruð búin að commenta á síðustu getraun.. þá jú voru nú flestir með það rétt að hún var tekin í bílnum og var hún jú tvíþætt og var ég að vonast eftir að fólk myndi aðeins fatta að þar sem ég var með annan fótinn nánast alltaf upp í skóla þá má bæta því við að þetta var semsagt fyrir utan HR höfðabakka... (ekki orkuhúsið).
En allavega hér kemur ný getraun inn.. og Hvar er þetta tekið.. Flestir hafa komið þarna en þó kannski ekki oft. en allavega einusinni.. !!!!!
miðvikudagur, maí 09, 2007
mánudagur, maí 07, 2007
Gagnrýni
Nú vantar mig að vita hvaða mynd þið teljið vera hvað mest lýsandi fyrir landslag hugans... í sinni víðustu merkingu..
Hér nota ég áðurnefnt jólaskraut til að ná fram þessum fína hugsunarfídus..
Getraun B5
Hvar er þessi mynd tekin???
Tvíþætt spurning.
N.B Hildigunnur var jú sigurvegari síðustu getraunar eins og flesti hafa gert sér grein fyrir.... og haut hún að launum þriggja rétta máltið í boði undirritaðs.
það var kjúklingur, lax og súkkulaði kaka í desert.
sunnudagur, maí 06, 2007
Gagnrýni
Hver er best.. 1.2 eða 3
lýsandi fyrir andrúmsloftið í lyftu....?
laugardagur, apríl 28, 2007
Nýjugnar
Nú hef ég ákveðið að hefja rukkun fyrir þátttöku.. nei nei svo er ekki, en ég hef ákveiðið
að auka fjölbreytni í myndgetraunablogginu og fara að leggja fyrir meira en bara
hvað er þetta. Nýjungarnar fela í sér t.d Hvar er þetta? Hver er þetta?
Hvað er rangt hérna eða hvað vantar á myndina! Með þessu vonast ég til að ná að höfða til fleiri en Hildigunnar. ;-)
Læt hér fylgja með eina mynd af bílnum sem ég tók í gær í Kringlunni. N.B ekki getraun.
Einnig vil ég minna fólk á FlicR síðuna mína sem ég reyni að setja nýjar myndir inn reglulega af day by day attitude developing.
sunnudagur, apríl 22, 2007
Getraun B4
Ok Sko.. Þessi er nokkuð spennandi.. hvað í djöf er þetta..?
Anyway.. ég vil vekja ath. á nokkrum góðum myndum sem ég náði af
brunanum í Austurstræti fyrir helgi.
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Getraun B3
Ok gott fólk og annað gáfumenni. Hvað er þetta.. ?
Ég er að spá í að skella DVD á þessa í verðlaun!
Þess má geta að það er nú ekki búið að eiga mikið við þessa í P.S.
Pottþéttur sigurvegari á ný og hefur fengið verðlaunin Double (Hildigunnur)
og þar með er hún orðin breyta í nýja forritinu mínu. hehe.. ég C--
miðvikudagur, mars 28, 2007
Getraun B2
Nýjir og breyttir tímar í myndabloggi EB. Um leið og ég opinbera nýja og glæsilega síðu langar mig að setja fram Getraun B2 en þessa má geta að það eru rétt rúm 4 ár síðan þessi slóð var stofnuð 19. mars 2003.
sunnudagur, mars 18, 2007
Getraun B1
Ég vil fá mjög svo nákvæmt svar og mun þeim mun nákvæmara svar þeim mun meiri sigurvegari.
Honum verða veitt verðlaun við fyrsta tækifæri.
Nákvæmasta svarið kom frá honum Coke light tappi.
Ég að vísu hefði viljað fá að heyra líka að það væri búið að taka bláa plastið innan úr, en svona er þetta.. Til hamingju Nafni
mánudagur, mars 12, 2007
mánudagur, mars 05, 2007
Verðlaunin eru þau sömu og síðast.
föstudagur, mars 02, 2007
Jæja þá...
Jú Sprittkertaþráður var það hehe....
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Nýjungar að þessu sinni.
Gefin verða út verðlaunahint ef svo má segja. En það er gert til að fólk geti einnig reynt að sjá út hvað sé í verðlaun.
Verðlaunahint: "Ég tóna ei stöðva en vindur er burt, þarfnast vart vöðva ef hlýju er þurft." (Bara + ef þið getið sagt til um hvað það er)
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
föstudagur, febrúar 09, 2007
Næsta keppni hefst á morgun og verða vegleg verðlaun í boði og kvet ég alla til að vera með.
laugardagur, febrúar 03, 2007
Þá hefst leikurinn formlega og þið einfaldlega segið mér af hverju myndin er!
Þess má geta að það þarf ekki endilega að sjást í allt myndefnið. (leikreglur)
föstudagur, febrúar 02, 2007
Já ég vil meðvirkni í hæstu hæðum.
Leikurinn verður þannig að birt verður reglulega partur af mynd eða mynd af parti af hlut (skilja ekki allir) jú.. og til að byrja með verður þátttaka frí en það er aðeins fyrsta mánuðinn og sá sem náð hefur bestum árangri fram að því byrjar með 50% afslátt þá.. en þá verður þátttökugjald lagt á og vegleg verðlaun í boði. Leikurinn fer þannig fram að þeir sem telja sig vita hvaða hlut er um að ræða notast við commentakerfi síðunnar og láta skoðun sína í ljós. (ath. að aðeins má koma einu sinni með tilgátu og sá sem fyrstur er til að koma með rétt svar fær verðlaunin.)
Þegar byrjað verður að innheimta gjald fyrir þátttöku mun sá með rétt svar aðeins teljast sigurvegari ef heimabankinn segir "YES CONTESTANT HAS PAYED" þannig að það er von á þrusustuði og þrælvirkni hér í bráð.
Leikur hefst uppkomandi helgi.
Host EB:
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Sem sagt.. eða ef svo má segja ef segja má.. þá held ég að heima sé best og hér sé mig að finna.... alltaf, mis- glaðlyndan þó!