mánudagur, júlí 09, 2007

Úff það er víst aldrei of varlega farið. Nú á síðustu 3 mánuðum hafa 2 skip af hinum svokölluðu spánverjum eins og Engey (sem í síðustu viku kom hingað til máritaniu undir nafninu Kristina) og Geysir orðið eldi að bráð. í báðum tilfellum voru það skip í eigu sama aðila, færeyinga.
Annað þeirra sem í þessum skrifuðu orðum stendur í björtu báli við Chile var hér í Máritaniu við veiðar síðasta sumar og þá íslendingar þar um borð. Nú voru 2 færeyingar og allir sluppu heilir, en í fyrra tilfellinu létust 11.
Það er vissara vera vel á varðbergi, alltaf. Læt fylgja linka á fréttir og myndir af brununum.
21. apríl Hercules
9. júlí Athena

Engin ummæli: