þriðjudagur, júlí 08, 2003

Góðir hálsar og aðrir líkamshlutar, ég er farinn til Afríku.Klukkan 18 í gær var mér tilkynnt að ég væri að fara kl:07 í morgun svo ég skrifa þetta eins og ég sé farinn því ég verð það þegar þú lest þetta. Veit ekki hvernær næsta færsla kemur inn, kannski eftir 2 mánuði kannski eftir 1, kannski seinna í dag frá internetkaffi á Canary.
Það mun ríkja mikill söknuður og blogga ég í huganum til að deyfa sársaukann.
Vil ég benda á að Þórdís mín verður minn fulltrúi heimafyrir, ég á eftir að sakna hennar.
Góðar stundir.

Engin ummæli: