föstudagur, júlí 04, 2003

Þá hef ég hafið framleiðslu á litlum kókflöskum úr ís, en nýja ísmolaboxið er komið í frystinn. Get ekki beðið eftir að henda einni flösku í kókið.

Undirbúningur missionsins "pargedo listo" var greinileg vanhugsaður. Er komið var á 1 vegg og annan og annan og annan þá vantaði uppá um 110,6 cm á hornvegg svo þegar ég var búinn í landsbankanum fór ég og fékk mér einn og hálfan meter af lista og var að klára það núna. "Mission completed" hed back to camp.

Fékk mér 85 Evrur, þorði ekki að fá mér meira ef ég skyldi lenda í tollurunum á Máritaniu. þess má geta að Máritania er beint fyrir neðan Marroco. En áætlun hefur breist þar sem ég fer ekki á sun heldur á þriðjudag.

Fór og náði í bílinn á söluna í gær og lent í því neiðarlega atviki að ég setti í gang og fór svo afturfyrir bílinn og opnaði skottið til að setja línuskautana mína inn, þá tók bílhlev. upp á þvi að reyna að renna yfir mig, og ég bara í öðrum skónum gerði allt sem í mínu valdi stóð til að hindra sjálfstæða för bílsins, en allt kom fyrir ekki, máttar mínir dugðu ekki svo ég varð að kall á aðstoð staurs nokkurs sem stóð fastur nálægt og hjálpaði hann mér að stoppa bílinn. Gat ég ekki séð að nokkur maður hafi orðið vitni að þessu mér til ánægju , nema jú auðvitað staurinn.

Staurinn hefur það eftir atvikum. (Frikkx. 30.06.´03)

Við Dísa erum að fara í grill til mömmu og pabba í kvöld svo ég setti bara kjúklinginn, sem Dísa tók út úr frysti í gær, aftur inn í ískáp. Hann er ekki úr gúmmíi(Frikkx. 01.07.´03), bara ísmolabakkinn er úr rauðu gúmmíi.

Hvað næst, jú þrífa ofninn, Þórdís er svo dugleg að gefa mér verkefni til að mér leiðist ekki á meðan hún er að vinna.

Engin ummæli: