mánudagur, júlí 07, 2003

Seint blogga sumir en blogga Þó.

Mig langar að byrja á því að þakka góðar viðtökur á liðnum dögum, hvert aðsóknarmetið fellur á eftir öðru.

Ég stend á skýum þessa daganna þar sem mínir menn Williams eru að eru að slá gullhamra víðsvegar um heim. 2faldur sigur 2var í röð Ralf 1. og Montoya 2. Ralf stefnir á heimsmeistaratitilinn.
Þórdís var ekki ánægð með liðskipun mína í dag þar sem ég neiddi hana næstum því til að klæðast Williamsbolnum sem ég gaf henni svo við gætum verið eins. Sannir stuðningsmenn við. Þess má geta að það verður þjóðhátíð í Barcelona í lok apríl á næsta ári þegar ég flykkist með alla sem vetlingi geta valdið á Catalonya brautina að hvetja Ralf áfram. Takið daginn frá Frikkx og Sús.


8 Mile skoraði ekki nema svona 2,5 af 4,7 mögulegum hjá mér. Við Þórdís kíkkuðum á hana áðan, bara ein battl keppni hjá honum og that´s it, en hann battlar góðar rímur hann má eiga það.

Sluffsuðumst annars bara mest í dag, kíktum upp í Básbryggju til Þórs og Helgu, sáum nú lítið af Þór þar sem hann var svo heillaður af nýja þurkaranum þeirra Olgu og Ragga (það er hægt að viðra í honum.) Líka ljós inní. það var gaman. Fengum fullt af bakkelsi og kaffi. Þvínæst lá leiðin allaleið í Bólstaðarhlíð c.a 23. þar sem gestgjafar hurfu fyrst út og svo , án þess að ég tæki eftir, inn aftur í rúm. Eyddum mestum tíma í að taka til í tölvunni, setja alla tónlist á samastað, my music, svo við getum troðið hennar 700 lögum á 4 diska og tekið með til Spánar og hlustað á í nýja heimabíóinu, spilar nefnilega mp3.

Komum heim svona uppúr 21:00 og var þá hafist handa við að matreiða kjúklínginn sem fór inn í ískáp á föstudag.
Það drógst e-ð á langinn og varð hann hálfgerður gúmmíkjúklingur og borðuðum við um kl 23:00. þá var ekkert að landbúnaði annað en að fara og skila 8 mílunum, en það er ákveðin kaldhæðni í því þar sem ég þurfti að aka um 346 mílur til að skila henni, úr 101um upp í 254a eða what ever grafavogur er.

Og hér er ég nú og þessi dagur að enda kominn. Eða að byrja ölluheldur þar sem það kemur ekki nokkur maður til með að lesa þetta þar til á morgun, það er sko nóg að gera á morgun ég nefninlega held að ég sé að fara til Afríku hvað á hverju vonandi einhvertíman í þessu lífi.

Engin ummæli: