Þessi bloggfærsla er sett inn af Þórdísi og er hluti af tölvupósti frá Einsa kalda til áðurnefndrar spúsu hans.
...upp úr þrjú þegar ég var á leið í háttinn þá var
mér svo heitt, þar sem hitinn í gær var gífurlegur, sá mesti hingað til. Hitinn í brúnni þar sem svalast var var 32°C og þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var utandyra, logn og stilla. Allavega þá datt mér í hug að skreppa í smá tuðruferð á litla bátnum og fékk ég einn mára með mér sem kunni á motorinn, og svo kom Andy líka.
Það gekk allt vel og við þrumuðum áfram um Afrískan sjó og létum goluna leika við krók og kima en enn mjög heitt, þannig að ég tók smá áhættu og stökk út í til hákarlanna, þeir koma oft í trollið og svo höfum við líka séð þá rétt við skipið. En ég var nýbúinn að sjá höfrunga þannig að ég vissi að þeir myndu bjarga mér. Svo var helvíti flott að sjá þegar flugfiskarnir komu uppúr fyrir framan bátinn og flugu einhverja 100m áður en þeir stungu sér aftur, geggjað flott. Sjórinn var ekkert smá heitur og var þetta bara eins og að stinga sér í sundlaug, maður tók ekki einusinni andköf þegar
maður fór á kaf. Svo rákumst við á þessa Risa skjaldböku fljótandi í sjónum í sólbaði geggjað flott líka, og við ætluðum að taka hana um borð í bátinn og taka um borð í ómegu en þegar við reyndum að toga 100kg flikkið upp í bátinn kom þessi rotni fnykur og var hún greinilega dauð blessunin og við fljótir að forðast fnykinn. Eftir um klst skrall ákváðum við að fara aftur um borð í Omegu en þegar við erum að koma að skipinu klikkar e-ð í mótornum og það drapst á, en á endanum gátum við sett í gang og vorum með einhvern spotta á einhverju drasli inn í mótornum og náðum við smá ferð þó bara aðeins meira en ómega, þannig að það tók okkur klst að draga þá uppi
og þegar við áttum 1 mín eftir í omegu þá snéri kallinn og við á eftir og eltum hann til baka í annan klukkutíma eða svo, og þá fór omega að sigla hraðar þannig að mér leist ekkert á þetta.
Húðin orðinn eins og við er að búast þegar þú ert með endurvarpið frá sjónum og var ég búinn að tína allt sem ég fann í bátnum og bleyta og vefja um mig allan því húðin var farinn að krauma, og er enn. Allur skaðbrunninn, nema á rönd efst á enninu þar sem ég var með svitaband.
Allavega þegar ég var nokkurnveginn við það að gefast upp og ómega alltaf að fjarlægast þá ákvað ég að prófa eitt enn og fór e-ð með puttana inn í mótorinn og tók í e-ð drasl og allt í einu hrökk druslan á fulla keyrslu og við vorum komnir um borð korteri seinna. var þá liðið klárt með Aloa vera og sárabindi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli