Loksins að það gefst tími til að blogga, var að koma heim núna (02:05), var að kíkjá bílinn, hann var ekki inn í sal heldur stóð úti.
Nei nei renndi bara við á leiðinni heim, var að sækja pabba út á kef-völl, var að koma frá Máritaniu.
Það var nú saga að segja; eftir að hafa verið þrigt upp í stórgríttan varnargarðinn við höfnina af littlum álbát þar sem hópur af littlum máritönum hjálpuðu þeim að príla upp með töskurnar, var þeim tilkynnt að þeir væru seinir í flug.
Eftir 5 tíma bið á flugvellinum, þar af 1 inn í flugvélinni (sem var yfirbókuð) í 50 c hita og littlu munaði að einum yrði hent út því sætanúmerið var ekki til í flugvélinni, hófst þó loks flugið, efir 1200 m tilhlaup. Engar öryggisreglur þuldar upp fyrir flugtak og eini blævængurinn sem völ var á var ælupoki sem var í öðruhverju sæti.
Tollverðirnir í Maritaniu pota ekki upp í rassa eins og þeir íslensku heldur taka mann bak við tjald og spyrja hvor maður eigi peninga og ef þú neitar fara þeir bara oní vasana og ná í þá......
Mig hlakkar til.
Þess má geta að farangurinn skilaði sér ekki til íslands!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli