mánudagur, mars 31, 2003

Strákar drekka tæpan lítra af gosi á dag

Nú er í uppsiglingu miklar hamfarir í manneldismálum á íslandi eftir að niðurstöður landskönnunar á mataræði íslendinga 2002 liggur fyrir.
Upp eru komnar umræður um það að leggja á sérstakt gosdryggjargjald sem á að skila manneldisráði u.þ.b 27 milljónum á ári sem nota á til forvarnarstarfs gegn gosdryggju (hvernig svo sem það á að fara fram). Hvert stefnir þetta þjóðfélag ef þetta er orðið aðal áhyggjuefnið hjá þessum skrifstofuköllum hjá manneldisráði og Jóni Kristjánssyni eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður.
Ég hélt að það væri val hvers og eins hvað hann innbyrgði mikið af kóki á dag, nei þetta er einum og langt gengið að ætla að fara að stilla mönnum upp við vegg með hálfan af kóki í hendinni og skjóta.
Stöndum nú saman Stefán, og allir hinir kókistarnir og stöðvum þessa framgöngu manneldisráðs, hvort sem er af landi eða úr lofti.


ps: ég læt hér fylgja með þessa svaka klausu sem er kveikjan að þessu öllu.

Strákar drekka tæpan lítra af gosi á dag
Gosneysla ungs fólks er vægast sagt gífurleg, sérstaklega stráka 15-19 ára, sem drekka að meðaltali tæpan lítra af gosi á dag. Stúlkur drekka minna af gosi eða tæpan hálfan lítra á dag að jafnaði. Þess í stað drekka þær meira af vatni og sódavatni og ríflega 20% stúlkna segjast aldrei drekka sykrað gos. Mikið gosdrykkjaþamb hefur gífurleg áhrif á sykurneysluna en 55% af öllum viðbættum sykri í fæði ungra stráka kemur úr gosi og sætum drykkjum eingöngu. Stúlkur fá hins vegar um þriðjung sykursins úr gosi.

Engin ummæli: