miðvikudagur, mars 26, 2003

Það jafnast ekkert á við síðbúinn bolludag með frúnni en hún var búin að baka vatnsdeigsbollur þegar ég vaknaði kl 17:00 og það best við það var að það voru ekki bara tvær á mann eins og hjá Tóta eðalkokk frá Neskaupstað.

Flensan mín er e-ð að ágerast, kol stíflaður, beinverkir og hiti hrjá mig núna, en harkan segir mér að mæta í vinnuna.
Ég veit ekki hvort það er flensan eða e-ð annað en ég nennti ekki að horfa á Survævor eða Amacing race sem var tekið upp fyrir mig síðustu daga, kannski er það bara vegna þess að mitt fólk has been liminated from the race, John Vito og Jill.

Engin ummæli: