þriðjudagur, mars 18, 2003

Jæja gott fólk, hvað haldiði? jú Einar hefur ákveðið að byrja að blogga.
Þessi dagur þótti ákjósanlegur til að hefja þá iðn, því merkis dagur þar á ferð, kauði er jú fæddur þennan dag 18. mars 1980. Og hvern hefði órað fyrir því þá að þessi litli engill með ljósu lokkana ætti, akkurat 23 árum seinna, að hefja skriftir á internetið, við mismiklar undirtektir býst ég við.
En eins og flestir sem mig þekkja vita, þá verður erfitt fyrir mig að halda úti óslitnu bloggi sökum starfs míns, sem felst í löngum og ströngum fjarverum frá fjölskyldu og vinum, svo dögum og mánuðum skiptir á hafi úti án allra nútíma þæginda, svo sem www.internetið.
Hver veit nema maður eigi eftir að sjá í framtíðinni, einar@sjó.is

Engin ummæli: