laugardagur, mars 29, 2003


Já þá er kominn laugardagur, sem þýðir svosem ekkert fyrir mig nema kannski minni umferð á leið til vinnu. Var að vakna og enginn heima, aha akkurat þegar ég skrifaði þetta birtist frúin í útidyrunum með tvo lítra af kóki, ekki dæet, en það er sko ástæða að kætast, ég hef ekki séð konunu nema svona að meðaltali í klst. á dag síðustu viku svo ekki gefst mikill tími til að kafa djúpt í heiladingulinn eftir efni.
þannig að bloggið gæti orðið ýtarlegra þegar hægist hjá manni hvað á hverju.

Það lítur út fyrir að íslendingar tapi gegn skotum, sem þykir ekki tiltökumál á þessu heimili þar sem áhugi á knattspyrnu er takmarkaður, en alltaf áfram ísland.

Engin ummæli: