fimmtudagur, mars 20, 2003

Já þá er þessi dagur að kveldi kominn.
Bloggið mitt farið að virka, en ég var í vandræðum með að fá það til að virka til að byrja með.
Burt séð frá yfirlýsingum á starfi mínu í síðustu færslu þá gleður mig að segja frá því að ég hóf störf hjá Jarðborunum aftur í dag, en ég þurfti leiður að hverfa frá vinnu þar um áramótin þegar loðnu þurfti að fiska, með jú nokkurri öfund félaga minna á þjónustustöðinni.
Ég semsagt mætti í morgun því nú er að hefjast borun á Reykjanesi, því veðravíti, og ráðlegg ég engum að heimsækja þennan krika nema þá einungis til þess að hoppa upp í flugvél og í sólina en dagurinn var týpiskur með hávaða roki og rigningu.
Ég ætla nú ekkert að vera að velta mér upp úr því maður á eftir að vera svo marga svona daga þar.
Það sem efst er í huga mínum um þessar mundir eru þó skemmdavargar miðbæjarins t.a.m. skemmdir á bílnum mínum og á stjórnarráðinu, en þar sem samkeppni er komin í bloggið á heimilinu ætla ég ekki að tyggja söguna um bílinn hér heldur bendi á Þórdísi, þar sem málið fékk ýtarlega umfjöllun. Jú og náttúrulega Formúlan sem er núna um helgina og bíð ég spenntur eftir að sjá hvort Ralf endurtaki leikinn frá því í fyrra þegar hann rúllaði upp Malasíu keppninni.
Jæja það er best að fara að hvíla sig fyrir morgundaginn sem verður strembinn, ég þarf að sækja Torfa kl:0630 og svo verður mastrið reist á jarðbornum Jötni.

Engin ummæli: