þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ekki er nú öll vitleysan eins!!!!!

Jú jú með látum tókst að fá einn Monkeyboy til að koma og kíkja á hitarann okkar...
Viti menn hann stóð fyrir framan apparatið og bullaði einhverja tóma vitleysu sem endaði með því að hin bjargarlausu konungshjón gripu á það ráð að hringja til Súsönu í London til að ræða við manninn í síma.
Ekki var annað að heyra en að mikið hafi legið á Súsönu hjarta því maðurinn kom varla upp orði...
Allavega þá ræddu þau saman vel sem endaði með því að hann sagði henni að maðurinn sem hafði komið áður (fyrir löngu) hafi greynilega tekið þetta stk. sem vantaði og hann gæti ekkert gert fyrr en eftir 2 daga... ég sagði "Jesús".
Nú var mér nóg boðið og réðst ég á hitarann með látum og reif hlífina sem er utan um draslið af og skoðaði þetta eins og sönnum viðgerðamanni sæmir að gera þegar e-ð virkar ekki... ekki bara blaðra í síma og horfa á hlífina sem hylur viðfangsefnið..
en viti menn: jú ég þrýsti þar á hnapp sem átti að vera brendur eða horfinn ef ég skildi manninn rétt og jú viti menn.... VERÐI ELDUR.
Kominn á hlýrabolinn og farinn að skúra uppúr heitu vatni og meir að segja baða mig uppúr heitu vatni... jú og vaska upp úr heitu vatni og hita ofnana mína með heitu vatni. Verst þykir mér að hafa ekki gert þetta fyrir 5 dögum síðan.

Engin ummæli: