fimmtudagur, september 09, 2004

Home sweet home

Æ mig langaði til að henda inn einni færslu þar sem maður er nú vel í stakk búinn til þess.

En loks er maður kominn heim aftur, já ég segi loks, ekki það að maður hafi verið að deyja úr leiðinum heima á íslandinu góða, heldur bara hér er ég alveg að finna mig.
Maður var ekki fyrr kominn inn þegar maður þurfti hreynlega að fara að fækka fötum- úff.
En það má nú segja að nú sé þetta loks orðið svona mátulega heitt hér.

Það var alveg meiri háttar að koma út úr flugstöðvarbyggingunni og finna hverngi maður byrjaði að svitna við affall nr. 2 svo ég sé nú nokkuð nettur á því, og svo hvernig rakinn heltók allan líkaman og maður var eins þvalur og tuskan á eldhúsbekknum. Öllu verra var hinsvegar að koma heim og sjá allar litlu sætu plönturnar mínar. þetta mynnti meir á ljótar skólarústir í Rússlandi hinu góða, þvílík fjöldamorð. meir að segja kaktusarnir voru ekki að höndla fjarveru mína.

Annars af fyrsta deginum er það að frétta að við fórum og keyptum hlaupaskó á mig. Þar sem nú að verða heljarinnar átak í gangi.
Mc Donalds bara einusinni í viku og grænmeti þess á milli, (að vísu rakst ég á subway áðan sem ég hélt að væri ekki hér, þannig að maður á kannski eftir að bæta nokkrum solleis inn á viku seðilinn.)
Einnig afrekaði ég rosalegt verkefni í dag, en það var að laga málningarljósið hennar dísu minnar. en þau voru öll að gefa upp öndina beint fyrir ofan spegilinn hennar, þannig að við keyptum bara 3 stk ný. Ég held hún sé enn að mála sig (3 tímum seinna)
æ já, annars er þetta e-ð voða hist og her hjá mér.

Að lokum vill ég bara koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku vel á móti okkur á ísl. með frábærum veigum og vellýðan.
kv.
EB BCN.

Engin ummæli: