þriðjudagur, september 28, 2004

Hvar er ég

Ég veit ekki hvað er komið yfir mig á þessum síðustu og verstu tímum, kannski er það af því að sumarið er að gufa upp sem ég læt eins og ég eigi mér ekkert líf.
Deginum í dag var t.d eytt á nærunum einum fata fyrir framan tölfuna og ekki fyrr en kl 20.00 sem ég fattaði að ég var á leið í sturtu kl 13.00, en nú var komið myrkur og konan var að koma heim úr vinnunni.
ákvað ég því að drífa mig í sturtu áður en hún kæmi að mér.
Síðastliðin vika hefur verið þannig að það er ekki ég sem reyni að ná dísunni uppúr rúminu heldur öfugt. Ég bara sef en hún komin á fætur fyrir allar aldir og reynir að draga mig á lappir.
Svo fyrir tilviljun núna áðan þá var ég að skoða komment hjá Frikkx er ég sé allt í einu auglýsingu á commentakerfinu sem er þessi:

Og þá fór ég að pæla í því, ég get þetta fyrst að hún getur þetta......

Annars er lítið að frétta.... fæ ekki nýja skrímslið til að nettengjast, annars er allt annað í lagi...
Gerði heyðarlega tilraun til að hringja í apana sem sjá um þessa tengingu hjá mér og enginn talaði ensku þannig að ég bullaði e-ð á minni frábæru lensku.... en allavega náði að komst það langt í símanum að ég var að fá samband við tæknideild auna en þar gafst ég upp, vissi að þetta þýddi ekkert fyrir mig að reyna að skilja e-ð, hvað þá þegar þeir færu að tala um einhver tæknileg vandamál. Sit enn við gömlu fartölfuna.

á hálfan kexpakka í skúffunni sem var upphaflega í eigu Tómasar að mig mynnir, og aldrei að vita nema tölfuþyrstur, kexsjúkur forritari byrtist einn góðan veðurdag til að koma hlutunum í lag.
jæja ég er farinn að horfa á punked.... eða hvað það heitir á mtv.

Engin ummæli: