fimmtudagur, maí 13, 2004

Held áfram á fullum krafti

Svei mér þá ef ég hef ekki bara hætt við að taka mér pásu, þar sem ég hef ekki bloggað í 2 mánuði og svo verð ég fjarri góðu gamni í jún og júl.. þannig að ég held að ég haldi bara uppi stemmaranum í mai mánuði, kann ekki við að hafa allt of marga að rembast við að finna svör við eigin spurningum "HVAÐ ÆTLI EINAR HAFI VERIÐ AÐ BARDÚSERA Í DAG?" að vísu kemur smá pása í nokkra daga eftir um viku sökum ferðaþörf háttskrifaða.... En planað er að taka púsjó 307 blæjubíl á leigu og bruna í bremsuför Eyjós sem finnast víst víða um suður spán.
Myndasíðan mín nældi sér í ælupestina eftir helgi, þannig að ég bara ákvað að hunsa hana. svo skylst mér víst að Dísa sé að setja inn sömu myndir og ég á, þannig að what´s the point......

Frikki talar um góðan dag í dag, ekki lýgur hann. loks þegar háttskrifuðum tókst að draga margnefnda unnustu á fætur, var haldið rakleitt í ánamaðkagöng Metro vagna og niður á stönd. jú og viti menn, það var svo sem bara hægt að vera á brókinni, og ég stolltur Barcelona brókareigandinn gerði slíkt.
Horðum á eitt stk. þjóf vera laminn niður í götuna, en hann var að reyna að stela tösku af sænskri konu að mér sýndist. u.þ.b. 9 menn hlupu á eftir kauða og stoppuðu ekki fyrr en 9 höggum og 4 löggum seinna. Einhverra hluta vegna þá kennir maður einum svona kalli um alla þjófnaði, og hafði ég það einhvern veginn á tilfinningunni að þessi hafi rænt Dísu mína og fann ég fyrir þörfum fyrir að fara úr sandölunum og í nýju Nike skona mína og hlaupa og sparka. (Dísa sagði að þetta væri ekki hann, svo ég rógaðist.)

Engin ummæli: