Úff, erfiður dagur að baki. Get nú samt ekki sagt að hann hafi verið erfiður, því hann fór að mestu í að flatmaga hálf nakinn á ströndinni, en þó var hann hálf erfiður. Eftir mikla gleði og ógleði á Evróvísjón daginn sjálfan með tilheyrandi skömm af framistöðu íslands í keppninni var maður vakinn upp fyrir allar aldir af Strandglaða Dj-managernum Monu, sem var ekki á þeim buxunum að leifa okkur Dísu að sofa úr okkur þynnkuna.
Við allavega þorðum ekki að hunsa skipun frá þýska harðstjóranum og hlupum á fætur og niður á strönd. Það var bara snilld. Súsa mús kom einnig með og er óhætt að segja að sumarið sé komið, allavega fór ansk. vel um mann þarna olíuborinn og fínn.
Gerði heiðarlega tilraun til að fara í sjóinn en held ég gefi honum samt mánuð í viðbót til að hitna aðeins. tókst þó að bleyta mig allan til að fá saltkristalla til að auka svertumyndun.
Því næst var haldið heim á leið þar sem tók ekkert annað við en Los ultimos Samouri og ein góð pizza með nóg af jalopenos og ég er saddur og góður. Dísin að fá sér smá kríu, já gott fólk, ég er ekki sofandi..... Held samt að ég fari snemma að sofa í kvellen.
Á morugn er svo heljarinnar dagskrá að mér skillst, ströndin (ef það verður gott veður, sem ég held) og svo þarf ég að kíkja á bílaleigu til að ath hvort þeir eigi ekki hand mér eitt stk. pugeot 307 blæju, til að krúsa á suðurströndina.
í gær já... mikil hátíð var í gangi hér á nærliggjandi götu með tilheyrandi ofkrádi. sem olli því að það tók okkur rúman hálftíma með leigubíl að komast í evróvisionpartý. 10? takk fyrir líka, en bakaleiðin var 4 mín og 3? til viðmiðunar.
Æ held ég fari og fái mér nefsprey og fari að huga að háttatíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli