sunnudagur, júní 01, 2003

Williamsmenn létu ekki á sér standa þessa helgi og voru í 1. og 4. sæti í Monte Carlo keppninni. Ekki var það nú til að skemma helgina.
UUUMMMMM fór á Humar húsið að borða í gær ásamt Dísu, Helga og Höllu hans, fékk mér Haf og Hagi sem samanstendur snilldar nautalund með humarhölum.
Í beinu framhaldi af því var haldið í Freyjugötuna og gleðskap startað þar sem bættust í hópinn Blómarbúðar Fróði og Pétur sjóari.
Þegar út var farið var staðarvalið í höndum Dísu og rakleitt strunsað á Sportkaffi þar sem tjúttað var fram á nótt


Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag, reyndar fór hann alveg fram hjá mér hér á Reykjavíkur svæðinu þar sem ekkert benti til þess að sjómannadagurinn væri í dag, fyrir utan þá Hátíð hafsins niður á bryggju sem samanstóð á vöflusölu slysavarnakvenna og hoppukastala fyrir börnin. Glatað. Hvar er koddaslagurinn og stakkasundið góða, maður saknar gömlu tímanna........
Til hamingju með daginn sjómenn og sérstakar kveðjur til pabba sem er út á sjó...........

Engin ummæli: