mánudagur, júní 23, 2003

OOOOhhh happy day........

Ég er loksins hættur að vinna og get farið að sinna sjálfum mér og öðrum,
undirbúa sjálfan mig fyrir fiskveiðar við strendur afríku, innan um rússa og máritana, þar sem ég fæ það skemmtilega verkefni að berja þá áfram og stjórna vinnslunni sem vinnslustjóri.
2 mánuði út á sjó og svo 2 eða 1 mánuð í fríi, tær snilld.

Maður er svo duglegur, vaknaði kl 6 í morgun og kom heim kl hálf níu í kvöld eftir brjálaðan dag og beint út í göngutúr þar sem við Þórdís og Sindri löbbuðum um 101. Nú er ég mjög þreyttur og er að spá í að fara að halla mér hvað á hverju.

Engin ummæli: